húmor
Já, hann er ekki alltaf að falla í góðan jarðveg húmorinn hjá mér, eða jafnvel stundum varla í neinn jarðveg....Kannski það sé þessi kaldhæðnishúmor sem ég beiti stundum eða kannski er ég bara ekkert fyndinn...Nei, það getur nú varla verið :) En allaveganna...við vorum við morgunverðarborðið í vinnunni um daginn, og einn starfsmaðurinn var að hætta og hafði boðið öllum uppá rúnstykki, osta og ávexti í tilefni að því. Allir voða sáttir og ég fer að spjalla við konu sem situr hliðiná mér og segi að það væri bara óskandi að fleiri starfsmenn myndu hætta því það væri svo fínt að fá svona morgunverðarhlaðborð....Nei...svona segir maður bara ekki...og svo horfði hún spyrjandi á mig. Annað dæmi: Nokkru seinna vorum við aftur við morgunverðarborðið og við vorum að tala um flutninga til og frá Kaupmannahöfn þar sem ein konan þarna hafði átt heima þar en hefði flutt í sveitasæluna fyrir 13 árum síðan. Hún hafði hins vegar íhugað það stundum að flytja aftur en alltaf þegar hún reifar þær hugmyndir við vini sína þá segi þeir allir einróma "nei, nei, þú mátt ekki flytja!". Greinilega mjög vel liðin af þeim. Ég sá mér því leik á borði og sagði að því væri eiginlega þveröfugt farið hjá mér. Um leið og ég færi að tala um þetta við vini mína þá segja þeir alltaf einróma: "já, endilega, já, Flyttu, flyttu!!". Ekkert, engin viðbrögð...og nú voru þetta tveir þrír sem voru við matverðarborðið og mér var nú farið að standa ekki á sama. Farinn að efast um kímnigáfuna mína. Ég stóð upp og fékk mé vatn og fór að velta þessu aðeins fyrir mér. Á meðan heyri ég samtöl við borðið þar sem ein konan hafði átt afmæli (37 ára) og allar (það eru 90% konur að vinna þarna) fara að segja hvað þær héldu að hún væri miklu yngri, væri ungleg og svona. Ég þurfti alveg að bíta í vörina á mér til að henda því ekki fram þarna á borðið að ég hefði nú alltaf haldið að hún væri nú töluvert eldri en þetta...virkaði e-n veginn töluvert eldri svona á mig. Mig grunaði að það myndi nú ekki falla í góðan jarðveg... En þetta tekur tíma, ég er nú ekki það svona well connected við alla þarna, þekki varla nöfnin á sumum, svo að þetta er nú kannski skiljanlegt eða hvað?
haaa.. ég man ekkert eftir þessu. En ég man eiginlega ekkert sem gerðist fyrr en ég var sjö ára, veit ekki hvort þetta hafi e-ð með það að gera hehe...En ég hefði verið til í að sjá þetta frá þínu sjónarhorni, eflaust nokkuð sjokk að sjá mig fljúga út úr bílnum á ferð :)
Hahahaha ég hló allavegana af þér, þú getur huggað þig við það;) En ég sakna að fá svona komment hérna í Flamelandinu.. í dimmunni og kuldanum væri gaman að fá svona komment frá þér;) en ég skil ekkert í þessu fólki að hlæja ekki, mér fannst þetta fyndið.:)
María púsef