blogg vikunnar :)
Úha! það er orðið alveg ískyggilega langt á milli blogga hérna. Ég er farinn að ryðga e-ð í þessu. En jæja, ég ætla að reyna finna gleðina aftur....here it goes... Gerður og Kjarri komu í heimsókn seinasta fimmtudaginn, alltaf gaman að fá þau yfir. Þetta verður sennilega í seinasta skiptið sem þau koma hingað þar sem við verðum líklegast nágrannar á Öresundskollegíinu eftir nokkra mánuði. Á föstudeginum fórum við í bæinn og versluðum til klukkan 23:00! Geri aðrir betur! Þá var einnig kveikt á öllum jólaljósunum og voða skemmtileg stemming. Á laugardeginum fórum við á tónleika með Mugison sem sló aldeilis í gegn. Það voru reyndar langflestir Islendingar þarna en það mátti heyra dönsku stöku sinnum. Þetta er í annað skiptið sem ég sé hann spila á tónleikum og ég verð að segja að gaurinn hefur þvílíkt góð tök á áhorfendum, þrátt fyrir að vera bara einn uppi á sviði. Hann er líka bara með flott sjóv, í einu laginum þá varpaði hann mynd af kærustinni sinni á gítarinn sinn, sem söng með í laginu!! Aldrei séð það áður. Svo var hann þarna með viskíið sitt eða eplasafann eins og sumir grínuðust með og fór með gamanmál og góða tónlist. Eftir á var svo farið til Sindra og Rögnu á Rosenkransgade í partý þar sem var smekkfullt útúr dyrum. Hápunkturinn hjá mér var samt þegar ég sendi Emil og Jón Hákon inní vitlaust partý sem var við hiðiná og horfði svo á þá forða sér þaðan út hehe :)
En núna er seinasta vinnuvikan hafin og verð ég að segja að þrátt fyrir að maður sé orðinn bara ansi heimkær á skrifstofunni með nóg að gera, þá verður alveg ágætt að vera búinn. Það verður samt slúttað með stæl. Á föstudaginn verður julefrokost á vinnustaðnum og ætti það að vera skemmtilegt. Danskt julefrokost með ehhh....julefrokost mat og snafs.