laugardagur, október 15, 2005

Góð kaup?

Já, ekki að það sé gúrkutíð í bloggheiminum þessa dagana en ég á til með að deila nýjustu matarinnkaupunum okkar með ykkur. Það var nefninlega slegið met í kjúklingabringum hvað varðar verðlag...tvö kíló á 50 DKR, og hvað með það þó þær séu frá Rúmeníu :) Nei, þær eru nú ekki þaðan, en það gæti hins vegar verið ástæðan fyrir þessu verði. Nú er um að gera fyrir búðareigendur að undirbúa sig vel fyrir komandi krísu í kjúklingabransanum vegna fuglaflensunnar sem er núna bara komin alla leið til
Evrópu. Úff...þetta angraði mann ekkert svo mikið þegar hún var sem mest áberandi þarna um árið í Asíu, en núna fer þetta að vera komið óþægilega nálægt, jafnvel þó þetta sé í Rúmeníu. Hvert verður hún komin eftir eitt ár eða skemur? En ég ætla nú samt að halda áfram að borða kjúkling hvað sem þessu líður...a.m.k. í bili

3 Comments:

At 7:27 e.h., Blogger Unknown said...

Þetta er tvöfallt ódýrara en hér í Kanada... Svo eruð þitt enn með lága bjórverðið...
Ætli sé pláss í danska kvikmyndaskólanum...

 
At 9:03 f.h., Blogger Drekaflugan said...

já, þá er verðið svipað hjá okkur, því venjulega er það í kringum 100 2 kg. Kannski lækkar þetta hjá ykkur þegar flensan færist nær? En bjórverðið helst stöðugt lágt!

 
At 7:59 e.h., Blogger Regína said...

Hæ hæ og takk fyrir síðast. Var að skoða mynd af Röggu með pabba sínum. Þetta er næstum eins og að sjá Gunna og Björn við hliðina á Jón Hákoni, Ragga virðist eitthvað svo lítil, hehehe.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed