sunnudagur, september 25, 2005

eitt lítið serbneskt blóm...

jæja, það heppnaðist ágætlega að lifa helgina af svona konulaus. Ég var reyndar flögrandi um eins og hauslaus hæna í miðbænum í gærdag en svona þegar ég náði áttum sneri ég bæjarferðinni upp í skemmtilegt miðbæjarrölt og þefaði aðeins að blómunum. Fór á kaffihús, kíkti á listasýningu í AroS safninu, tók með mér góða bók og tyllti mér niður og fékk mér einn kaldan með. Svo um kvöldið skellti ég mér í Paradisbio á myndina Crash og fannst hún alveg þrælmögnuð. Fyrir þá sem höfðu gaman af Traffic þá er þessi svolítið í sama stíl nema í stað þess að fjalla um eiturlyf þá var þema þessarar myndar kynþáttafordómar í ýmsum birtingarmyndum.
Svo ætlaði ég bara að taka strætó heim og njóta eftirbragðsins af myndinni í rólegheitum. Það var e-ð í mér sem sagði að það væri e-ð rangt við þetta. Það var púkinn á öxlinni og eftir að hafa farið að hans ráðum hringdi ég í Árna sem var með mér í Hvassó í dentid en svo lágu leiðir okkar saman aftur í H & M seinasta haust. Sá var aldeilis til í að njóta milda kvöldloftsins í miðbænum enda konan hans á Íslandi og því í sömu stöðu og ég. Og það var bara eins og að kíkja í bæinn heima á Íslandi...eftir skamma stund rákumst við á félaga minn í Heklunni og konu hans og svo smám saman bættist alltaf í hópinn. Ótrúlegur kostur við Árósa hvað það er mikið af Íslendingum hér, sem maður kynnist vel.


Besta bioid i baenum Posted by Picasa


sko thetta sem er fjaer... Posted by Picasa


Thetta herna :) ...ok gamall brandari en tad ma segja suma aftur, erdaggi :) ? Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed