laugardagur, júní 11, 2005

Svona er þetta í músíkbransanum...

Ég held að ég sé búinn að finna leiðina til að tala sem áferðafallegustu dönskuna. Aðalmálið er að vera sem þreyttastur því þá nennir maður ekki að beita munninum og tungunni til að mynda orðin, íslenska skýrmælgið minnkar, orðin fá á sig danskan hljóm, sólin rís af djúpum svefni og ný von vaknar í Danaveldi.
Nú er það bara að vakna alltaf klukkan 06:20 og vinna í svona tólf tíma í líkamlegri vinnu innan um Dana að setja upp græjur fyrir tónlistarhátíð, og þá er danskan gulltryggð. Þetta er svona eins og við í tónlistarbransanum segjum, að stórt svið getur gert litla hljómsveit stóra en lítið svið getur aldrei gert stóra hljómsveit litla...já svona er nú bara bransinn einusinni :=)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed