laugardagur, júní 11, 2005

Spot festival

Nú er laugardagur runnin upp. Hann Gunni var svo sniðugur að redda sér vinnu við að setja upp svið og ljós o.fl. fyrir spot festival sem er hérna í Árósum um helgina. Þar sem ung og upprennandi bönd koma og spila. Hann fékk að launum tvo miða á hátíðina og svo fengum við fullt af ölmiðum og tvo t-shirt einn fyrir mig og einn fyrir Gunna og 2 máltíðir á mann á meðan á hátíðinni stendur og svo óendanlega mikið af tónleikum. Semsagt hrein snilld. Við fórum í gær og kíktum á Kira and the kindret spirits sem var bara mjög fínt band svo kíktum við á Karen hún var mjög skemmtileg og með mjög fjölbreytta tónlist. Við slúttuðum svo kvöldinu með að fara á Jim Stark sem að mér fannst nú vera toppurinn á kvöldinu. Svona country með gítar, rólegt sækja inspiration frá the eagles. Snilldar músík og snilldar kveld. Það verður svo sitið við lestur hérna í dag en í kvöld ætla ég að kíka aftur og sjá þá íslensku hljómsveitina SKE og margar fleiri. Gunni ætlar hinsvegar að mæta snemma og njóta dagsins. Þetta er hin besta upphitun fyrir Hróaskelduhátíðina sem er í lok mánaðarins. Ragnheidur kveður í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed