föstudagur, júní 24, 2005

Leygðum lík og var hent út af Herragarði

Þetta er búinn að vera ansi viðburðaríkur dagur svo að ég segi ekki meira.... En ég ætla samt að segja aðeins meira. Við voknuðum árla morguns eða kl 8 til að sækja bílaleygubílinn. Þegar hann var kominn í hendurnar á okkur(ekki samt bókstaflega því svona bílar eru svoldið þungir) tókum við stefnuna á Silkeborg og voru þar keyptir 2 kaffibollar til að hressa upp á liðið(þ.e. mig og Gunna) við röltum um miðbæinn og komumst að því að strikið er bara frekar stórt og fjölbreytt. Kíktum á dómkirkjuna og sona. Settumst upp í steikjandi heitann bílinn og þutum af stað í átt að Himmelbjerget sem er EKKI stærsta fjall í Danmörku. Það var ekki hægt að kalla þetta fjallgöngu þar sem maður keyrði næstum upp á topp en það er 147 metrar sem Íslendingar mundu líklega ekki kalla fjall heldur hól. Við keyrðum svo áfram og var ætlunin að finna strönd en það var hægara sagt en gert en loks í Skandeborg fundum við þessa líka fínu strönd, samt við vatn þar sem Skandeborg er ekki við sjó. Það var kærkomið þar sem það var 29 stiga hiti. Við keyrðum þá til Árósa og pikkuðum þar upp Sindra eini eftirlifandi Íslendingurinn í Árósum allir aðrir farnir heim á klakann í sumarfrí. Þá ætluðum við að kíkja á Herragarð rétt fyrir utan Hammel, sem er bara flottur. Þetta var ekkert smá spennandi aldrei séð Herragarð áður við ætluðum að vaða inn en það var læst. Hmm var búið að loka. Löbbum bara hringinn. Kemur einhver kall í dyrnar og segir okkur að fara af lóðinni þar sem þetta sé einkaeign. Einkaeign og við næstum búin að labba inn á liðið. Hann vildi ekki einu sinni leifa okkur að labba hringinn í kringum húsið sitt. snökt snökt. Við létum þetta ekki á okkur fá og kíktum í Hammel sem var ekki neitt svaka gaman þar sem allt var lokað Kl orðin 18:00 allir örruglega heima að grilla svo við keyrðum bara heim og kveiktum upp í grillinu. Það verða settar inn myndir á næstunni. Heyrðu ég var ekki búin að segja frá bílnum man. Bílaleygan hét Lejetlig sem þýðir held ég leygðu lík. Þetta voru orð með réttu því við fengum eldgamla mözdu sem var svo mikil drusla. vantaði annað framljósið, annað afturljósið brotið, kúplingin alveg að verða búin, stór sprunga í framrúðunni rifin áklæðin á sætunum og búið að keyra hana 360 þús km. Hann var einnig þeirrar náttúru gæddur að þegar lykillinn var tekinn úr startaranum þá drapst ekki á honum...nema maður slökkti á ljósunum !?! Já þá er það upptalið já og handbremsan virkaði ekki. Yfir og út Ragnheidur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed