Kaupmannahöfn í öllu sínu veldi
Þá er maður komin til Köben og þar með komin í jólafrí ekki leiðinlegt það. Við ákváðum að taka rútuna í þetta skiptið á milli Árósa og Köben og ég held nú bara að við endurtökum þann leik. Maður fer nefninlega fyrst með ferju og svo keyrir maður restina í rútu sem er mjög þægileg, plús að ferðin er hálftíma styttri en með lest:) Við gistum hjá Gerði og Kjarra og við fórum einmitt í bæinn með þeim í dag til að klára jólainnkaupin og nú eru þau búin. Við vorum svo bara að kveðja þau skötuhjú núna fyrir 5 mínútum, þau eru núna á leiðinni útá Kastrup. Svo er planið bara að slaka á, fara í tívolíið og kíkja í heimsóknir.
Ragnheidur Ósk