fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Long time no . . . Blogging

Það er nú svo að farið er að kvarta yfir hversu langt er síðan ég bloggaði á þessa síðu okkar hér og vildi ég því setja hér nokkur orð niður á bla. . hvað kallar maður þetta allavegana. . . Það er nú ekki mikið að frétta hérna úr Kappelvænget nema hvað, að mamma ætlar að kíkja við hérna hjá okkur á morgun og verður það nú gaman, langt síðan að maður hefur séð hana. Hún ætlar að vera hjá okkur þar til á þriðjudaginn en þá fer hún til Mutala já Mutala hvar er það nú það er í Svíþjóð. Var eg buin að segja ykkur frá því að ég fór á karioki kvöld í skólanum mínum. Það var nú fjör en ég gerðist nú ekki svo djörf að taka lagið. Það voru bara dönsk lög maður fékk aðeins að heyra hvernig danskt popp er. Það er ágætt sona. 'Eg lagði leið mína í Stof og stil síðastliðinn mánudag og gerði þar mjög svo góð kaup( þeir sem ekki vita hvað stof og stil er þá er það efnabúð á heimsmælikvarða og ég væri alveg til í að búa þar) Það er nefninlega svo að 'Islendingar ættu að hætta að skipta við Virku og Vouge og koma í verslunarferð til Dk að kaupa efni. Því að ég keypti mjög fínt efni sem myndi kosta heima um 1500kr meterinn ekkert grín og það kostaði þarna 1,5m 30 kr danskar eða 360 isl kronur þetta er draumur. Det er dejligt. Það er allt við það sama í skolanum bara trommur gítar söngur stomp og stuð ég get ekki sagt að það sé erfitt að vakna í skólann þessa dagana. En i næstu viku á ég að gera skriflegt verkefni á dönsku selfolgelig ALEIN. Hingað til erum við buin að vera eingöngu í hópavinnu . . . . jæja sjáum bara hvernig það fer. Annars er svaka stór dagur hjá Dönunum á morgun og mikið talað um það, en á morgun kemur jólabjórinn í búðirnar og það er svaka mál víst, þeir eru alveg bjóróðir þessir danir. Hjördís var líka að segja mér að allir námsmenn í Dk hittust kl 20 59 á sínum skólapöbb ( því að Sjálfsögðu er bar í öllum háskólum í landinu hvað annað ) og mikil drykkjukeppni hæfist þar í tilefni jólabjórsins. Jólasveinninn kemur víst sjálfur keyrandi á stórum vörubíl fullum af jólabjór. Þá komast Danirnir nú fyrst í jólaskap. þeir sem vilja vita meira um þetta tala við Dæsí nei nei þetta er öll sagan. 'Eg held að ég beili nú samt á þessu þetta árið kannski næsta ár:)
Aðeins um veðrið ég var nebbla að heyra að það væri byrjað að snjóa eð smá þarna á Froni því að herna hja mer er bara 9 stiga hiti takk fyrir voða fínt sko.
Svo er ég að fara í Julefrokost til Jane í bekknum mínum þann 20 nóvember það verður gaman að prófa það sjá hvernig danirnir gera þetta. Nú kveð ég í bili vona að þið hafið skilið þetta bull í mér Ragnheiður Ósk

1 Comments:

At 8:51 e.h., Blogger Kristín H said...

Takk takk, gaman að sjá hvað viðbrögðin eru fljót hjá þér Ragnheiður allavegana það er gaman að heyra í þér:) Skildi ekkert í þessu blogg leysi þínu!!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed