mánudagur, nóvember 01, 2004

hjólakúltúr

Ég var víst að óþörfu hræddur um að hjólinu mínu yrði stolið (7, 9, 13) vegna þess að það er fjallahjól (reyndar 13 ára gamalt), og seinast þegar ég var í DAnmörku, í Köben nánar tiltekið þá giska ég á að hjólið mitt hafi verið með því yngsta og flottasta sem ég sá. Það var í Köben þar sem engar brekkur eru, og engin þörf er á 21 gíra fjallahjóli nema fyrir þá alflottustu, sem voru ansi fáir. Í Árósum hins vegar, er þessu á hinn veginn snúið, eða brekkunni réttara sagt. Ég get líka strokað þá mynd sem ég hafði af mér hérna áður en ég kom. Ég hjólandi í rólegheitum í skólann...kærulaus, afslappaður. Hinn rétta mynd er frekar af mér svitnandi og pústandi því, e-ð virðist hafa gleymst að tala um það að Árósar er í raun ein brekka! Og, hjólið mitt er alls ekki það yngsta hér á bæ, svona frekar á gelgjuskeiðinu. En maður hefur nú samt varann á að sjálfsögðu og passar vel upp á það. Enda erum við "hjóli" mjög nátengdir. Við rifjum stundum upp söguna þegar honum var stolið en ég náði að finna hann aftur í höndunum á e-m ókunnugum.
Við verðum nú samt stundum solldið hræddir hérna á annars hinum mjög svo góðu hjólastígum sem eru út um allt. Þeir eru nebblilega líka fyrir vespurnar (á mjög erfitt með að skilja af hverju) og þeir eru ekkert að tvínóna við þetta og bruna bara fram úr manni á 50 km hraða! Þannig að nú er maður bara kominn með hjálm til öryggis. En svona er nú það...
gun

2 Comments:

At 4:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, hvernig væri að skella einni mynd af stráknum með hjálminn??
HL

 
At 10:12 e.h., Blogger Drekaflugan said...

það er aldrei að vita, maður er ansi vígalegur...eða þannig :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed