þriðjudagur, október 05, 2004

nýjustu fréttir úr baunaveldi (hvaðan kemur annars þessi baunalíking?)

Jæja, þá er víst kominn tími til að skrifta. Það hefur gengið á mörgu hér í Danamörkinni og óhætt að segja að mörgum verður ekki kápan úr því klæðinu (nema Ragnheiði) og að sjaldan sé ein báran stök. En svona var nú það. Síðan seinast erum við búin að túrhestast aðeins í Legolandinu hérna í nágreninu og og er von á myndum þaðan núna hvað úr hverju (hvernig segir maður þetta annars?) . Já, það rifjaði upp skemmtilegar minningar að koma aftur þangað, en mér fannst þetta reyndar farið að líkjast litlu tívolíi í stað flottra legobygginga. E-r sagði mér að stefnan væri að koma með eitt tæki á hverju ári. Ég hefði reyndar frekar viljað sjá eitt stórt legovirki á hverju ári. En þetta var mjög gaman!
Hérna heima ganga hlutirnir fyrir sig eins og þeir hafa gert seinustu árin, og grámyglulegur hversdagsleikinn að gera út af við okkur. Nei, ég segi nú bara svona. Ástæðan fyrir þessari kaldhæðni er að við ætlum að skella okkur í smá vetrarfrí til Köben og ryðjast inn á Gerði og Kjarra. Þau verða nýflutt inn í íbúðina síðan og vita ekki einu sinni hvaðan á sig stendur veðrið þegar við ryðjumst inn. Þau vita ekki að við erum að koma, hehe þetta verður grín hjá okkur...og uss...bannað að segja! Svo er nú von á góðri heimsókn. Mamma og Mæja lil´sis koma á föstudaginn 15. og verða í 4 nætur. Það verður nú yndislegt að sjá þær aftur.
hej, hej!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed