mánudagur, september 27, 2004

What did you learn in school today, what did you learn in school...?

Það erum stundum sagt um Danina að þeir séu "ligeglad" á hinu og þessu, þ.e. kærulausir/ áhyggjulausir. Ekki með stöðuga forsjárhyggju sbr. Kristjaníu, töluverða öldrykkju, og mikla neyslu á feitum mat. Þetta eru bara nokkur dæmi sem eru reyndar miklar staðalmyndir. Danirnir í skólanum borða alveg einstaklega mikið að MJÖG grófu rúgbrauði og gulrótum! Þannig að þetta er nú ekki algilt að sjálfsögðu. En allaveganna, þá er þessi forsjárhyggja ekki mikið til staðar í skólanum ef við tökum námið sjálft sem dæmi. Hérna er þetta sett í hendurnar á nemandanum sjálfum, þ.e. að tileinka sér námsefnið. Tímafjöldi er í lágmarki (sem samræmist venjunni um minni tímasókn eftir því sem námsstigið verður hærra), og námsmatið jafnvel próflaust eða þá svokölluð heimapróf. Þá tekurðu prófið með þér heim og skilar ítarlegu svari sem jafnast reyndar á við ritgerð. Það er því ekki þessi stöðuga pressa á að reyna kunna námsefnið utanað, eða í formi prófsvara, heldur getur maður tileinkað sér efnið á sinn máta. Mér finnst þetta mun betra, nú get ég komist í gegnum þetta án þess að læra neitt!! :) nei, nei auðvitað geri ég það ekki, enda ábyrgðafullur ungur maður! En, það er reyndar hættan, maður getur gert það. Það sem mér finnst reyndar vanta upp á enn sem komið er, er skortur á umræðuhópum og verklegum æfingum...en mig grunar nú að þær séu ekki langt undan.
gun

í lokin...kannast e-r við textann á fyrirsögninni? smá hint...þetta er sungið með dönskum hreim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed