föstudagur, desember 29, 2006

Nú skal þegja, nú skal þegja...

Já, eitthvað þykir mér nú andi jólanna fara fyrir lítið hjá ónefndu rauðsokkufélagi hér í bæ.

“okkur í XXXX finnst það alveg óforsvaranlegt að sá ágæti siður að syngja jólalög sé að stuðla að kynjamisrétti og fyrirframgefnum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Hér höfum við jólalag eins og “Nú skal segja…”, hresst og skemmtilegt lag sem mundi vera sungið á heimili mínu ef ekki væri fyrir þau hlutverk sem verið er að ýta að börnunum í textanum. Í textanum eru sagt um litlar stúlkur að “…þær sér greiða, þær sér greiða eins og litlar stúlkur gera” á meðan strákarnir fá að sparka í bolta úti í hressu veðri! Af hverju mega stelpur ekki líka sparka í bolta, eiga þær kannski bara að bíða við hliðarlínuna og hvetja manninn sinn til dáða öll uppstríluð og tilgerðaleg fyrir hann. Af hverju eru stelpur ekki að sparka í bolta í laginu líka? Að vísu mundi þá vera endurtekning á textanum en ég tel það þó betra en að vera kenna börnunum þessi óskup. Að auki mætti skipta þessari athöfn út fyrir e-ð meira hlutlaust eins og að hjóla.
Hvað varðar hin versin finnst mér að svipað eigi við þar. Ég er nú komin vel á sextugsaldur og ég tek enn í nefið og hef gert í fjörtíu ár og finnst því að gamlir kallar eiga ekki að hafa einkarétt á því eins og kemur fram í seinni part lagsins. Á meðan eiga gömu konurnar “…próna sokka, prjóna sokka, eins og gamlar konur gera…” Ég hef nú aldrei prjónað á ævinni minni og heldur ekki þær stöllur mina í kvennréttindaklúbbnum okkar!
Það er því komin tími til að fella burt þetta svokallaða jólalag af dagskrá jólahátíð grunnskóla enda fær barnabarnið mitt hún Hnallþóra ekki lengur að stíga fæti þar næstu jól ef þetta heldur áfram!

3 Comments:

At 1:50 e.h., Blogger emil+siggalóa said...

Ó guð, slappa aðeins af og fá sér líf! Þetta er náttúrulega eldgamalt lag... Mér finnst að kvenréttindakonur ættu að eyða orkunni sinni í eitthvað gagnlegra.
Og hvað er málið með að skíra barn Hnallþóra?! Er það ekki rjómaterta hmm, eða var þetta grín kannski?

SL

 
At 7:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey Ragnheiður, verðið þið heima um páskana, 29.mars-6.apríl? Erum að pæla í því að koma þá nefninlega:)

Kv.Tinna "Litla" systir.

 
At 11:38 e.h., Blogger Drekaflugan said...

hihi..jú þetta var bara grín. Ætlaði að nefna það í lokin en fannst hitt svona skemmtilegra :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed