fimmtudagur, júlí 05, 2007

Skin og skúrir...aðallega skúrir samt

Já, þetta fór eins og ég óttaðist. Eftir vetur þar sem hitinn fór varla undir frostmark og sólin skein bjart, vorið eitt það besta í manna minnum, er nú komið að skuldadögum. Það hefur ekki komið rigningarlaus dagur í allan hel$%$is júní mánuð og er hann sá blautasti í 130 ár. Þessu var einmitt öfugt farið í fyrra, þegar frostveturinn mikli var, en sumarið sól útí eitt (eða þangað til í ágúst þegar það byrjaði að rigna). Þetta eru því voða sveiflur alltaf og virðist þær vega hvor aðra upp. Ég ætla bara rétt að vona að júlí mánuður vegi þá þennan júní mánuð upp, því hann er sá seinasti okkar hér í Danaveldi. Ég held allaveganna að Hildur og Níels, sem voru hér í heimsókn, séu næstum fegin að koma heim í sólin, þ.e.a.s. ef hún verður ekki farin þegar þau lenda heima.

En það var heilmikið brallað hér á bæ, að venju þegar gesti ber að garði, eins og sjá má á myndunum hér og að neðan.Fleiri myndir hér

7 Comments:

At 1:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtilegar myndir, vildi að ég hefði verið þarna með ykkur!! Er að skoða það á fullu hvort ég nái að koma í heimsókn! Shitt hvað mjóa dýrið var skrítið..
Til hamingju með vinnuna Gunni, frábært :)

María lil sys

 
At 3:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já já já, maður náði nú að bleyta aðeins í köben - virðumst hafa tekið þetta með okkur á klakann, rigningin tók á móti okkur kl. 04.30 þegar við keyrðum heim frá keflavík! p.s. síðasta myndin er sviðsett ;)

 
At 5:50 e.h., Blogger Drekaflugan said...

hehe, já sorrý Hildur mín, ég hefði kannski átt að taka það fram. Það er enginn óhultur þegar hann er í heimsókn hjá okkur :)

Vona það besta María !

 
At 6:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju fekk eg ekki ad sja tessa ogeslegu poddu tegar vid forum i dyragardinn ragga?;)

Hvar ertu kominn med vinnu Gunni?=)

Ps. eg kem alveg heim i sept en ekki des, utaf tvi ad eg er a svortum lista hja utlendingaeftirlitinu;)

 
At 6:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

kv.tinna;)

 
At 11:38 f.h., Blogger Drekaflugan said...

Já Tinna ég veit ekki afhverju þú sást ekki þessa pöddu en þu hefdir liklega ekki þorað að halda a henni hahaha. Gunni er komin með vinnu sem sálfrædingur júhú. Hlakka til að sjá þig í sept

 
At 7:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju med tad Gunni;) Hvar verduru ad vinna?

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed