miðvikudagur, júlí 11, 2007

Hversu danskur ertu?

Landvistaleyfi útlendinga í Danmörku hefur mikið verið í umræðunni hér undanfarið. Til að fá skorið úr um hvort þeir eigi rétt á slíku, hafa yfirvöld brugðið á það ráð að semja próf, sem kanna eigi hvort viðkomandi þekki sögu þess og helstu einkenni. Dæmi um spurningar eru t.d. hvenær Danir misstu yfirráð sín yfir Íslandi (hmmm...), hve stórt hlutfall íbúa eru innflytjendur eða afkomendur þeirra, um pólitík, ofl. Það er náttúrulega algert rugl að neita þeim um landvistarleyfi byggt á þessu prófi, þar sem fullt af Dönunum fá falleinkunn. En það falla víst nú fáir, þar sem þetta eru eiginlega alltaf sömu spurningarnar og því auðvelt að undirbúa sig. En það próf kannar nær einungis þekkingu þeirra á landinu og sögu þess, þegar það væri kannski sniðugra að kanna hvort þeir hafi aðlagast/samrýmast (integrerast) landinu nægilega vel? Að sjálfsögðu er þetta aðeins hugmynd, enda er fjölbreytileiki nokkuð sem er eftirsóttur, í stað þess að allir séu steyptir í sama mót. Það var því einungis til gamans gert að ég samdi svona próf aðallega fyrir Íslendinga sem búsettir hafa verið í Danmörku, en líka fyrir alla aðra sem vilja sjá hversu danskir þeir eru. Vesskú...

Spurningar

1. Hvernig ferðastu aðallega um Kaupmannahöfn/Danmörku?
1. Á hjólinu mínu (3)
2. Með strætó, metró og/eða lest (2)
3. Með bíl (1)
4. Með bíl sem er innfluttur frá Íslandi (0)

2. Hvað snæðirðu þegar þú ferð í vinnuna/skólann?
1. Nesti, sem ég hef útbúið heima (2)
a. Plús eitt stig, ef nestið samanstendur af rúgbrauði og e-u áleggi (1)
b. Plús eitt stig ef það er “mellemlagspappír” á milli (1)
c. Plús eitt stig, ef grænmeti er með í för (gulrætur, agúrka, tómatar) (1)
d. Mínust eitt stig, ef það er pizza frá því í gær (-1)
2. Kaupi mér/fæ oftast mat í mötuneytinu (0)

3. Geturðu drukkið tvo bjóra á virkum degi og látið þar við sitja?
1. Já (1)
2. Nei, best að fara alla leið fyrst maður er byrjaður á þessu (0)
3. Drekk ekki bjór (-1)

4. Þegar þú ferðast um götur Danaveldis á hjóli, gangandi eða í bíl, þá...
1. bíð ég alltaf eftir grænu ljósi (3)
2. bíð ég oftast eftir grænu ljósi (2)
3. stekk ég eða keyri yfir alltaf þegar ég get (1)

5. Hefurðu farið á Hróaskeldu (sunnudagsheimsókn telst ekki með)?
1. Já, nokkrum sinnum (2-3svar) eða oftar (3)
2. Já, einu sinni (2)
3. Nei, en stefni á að fara í framtíðinni (1)
4. Nii...er ekki mikið fyrir svona fylleríslæti (0)

6. Hefurðu fylgst með viðburðum konungsfjölskyldunnar (t.d., fæðingu, brúðkaupi skírn)?
1. Já, öllum þremur (3 stig)
2. Já, einu af ofantöldu (1)
3. Nei, ekki neinu (0)
4. Nei, þetta er nú alger sóun á skattpeningunum (-1)

7. Hvert er uppáhaldsorð Danans?
1. Mangfoldighed (a)
2. Fællesskabet (b)
3. At overskride sine grænser (c)
4. Allt ofantalið (d)

8. Þegar þú lendir í biðröð í verslun og ert að flýta þér, hvernig bregstu þá við?
1. Horfir óþolinmóður eftir röðinni (1)
2. Kallar hvort það séu ekki fleiri starfsmenn að vinna? (0)
3. Reynir að troða þér framar með afsökunum (-1)
4. Tekur lífinu með stóískri ró og segir við sjálfan þig, að þú ert ekkert betri en aðrir og bíður bara rólegur (2)

9. Hvernig er danskan þín?
1. Hvaða danska, nota bara ensku (0)
2. Lala...segi bara jå, nej, tak og en stor øl (1)
3. Þokkaleg, það fóru reyndar allir að hlæja þegar ég sagði við matarborðið að “jeg var så sød at jeg var ved at springe” (2)
4. Skidegod, get vel rifist við Dana á dönsku (3)

10. Endurvinnurðu hluti?
1. Niii...nenni því ekki (0)
2. Jáhá, samt aðallega tómar bjórflöskur, hálfur kassi þar! (1)
3. Bónus stig fyrir hvern aukahlut sem þú endurvinnur:
a. Blöð (1)
b. Lífrænan úrgang (1)
c. Batterí (1)
d. Ef þú ferð með flöskur sem þú færð ekki pant fyrir (1)

11. Spararðu vatnið? Hve langa sturtu tekurðu?
1. 20 mín, að minnsta kosti (0)
2. tek ekki ekki sturtu, fer alltaf í bað (-1)
3. rúmlega 10 mínútur (1)
4. milli 5- 10 mín (2)
a. Auka stig ef þú ert með múrstein í klósettkassanum til að minnka vatnsmagnið (1)

12. Hvað ertu að gera þriðjudaginn í viku 41?
1. Viku what now!?! (0)
2. Ekkert komið enn á dagatalið (1)
3. Úff, dagurinn lítur út fyrir að vera þéttskipaður. T.d. sund klukkan 16:30 með vini og svo hittingur með lesgrúppunni minni vegna prófsins (2)

13. Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn?
1. McDonald´s (0)
2. Pizza (1)
a. Ef það er Domino´s pizza, þá mínus eitt stig (-1)
3. Kebab (2)
4. Rauð pulsa með brauði “on the side” (3)

14. Það hefur verið boðað til fundar í íbúðarhúsinu sem þú býrð í, vegna umræðu um hvernig klósettpappír á að kaupa fyrir næsta árið. Hvað gerirðu?
1. Mæti á fundinn, vel undirbúinn yfir kosti og galla hverrar gerðar og tek virkan þátt í hringborðsumræðunum (3)
2. Mæti, en hef mig lítið frammi (2)
3. Mæti ekki og nota það sem þeir láta mér í hendur (1)Stig fyrir spurningu 7. Eitt stig fyrir liði a,b,c, og 3 stig fyrir lið d.Heildarstig: ____Niðurstöður1-15
Þú heldur bara þínu íslenska striki og ert ekki mikið að spá í hvernig danska samfélagið virkar. Þú ert líklega annaðhvort nýkominn til landsins eða tilheyrir íslenska samfélaginu við DTU (Dansk Tekniske Universtiet). Þú ert líklega á leiðinni heim bráðlega, eða hefur a.m.k. ekki hugleitt það að ílengjast hér og getur ekki beðið eftir að hrynja í það, eins og sönnum Íslendingi sæmir.

16-30
Naah, þú hefur greinilega tileinkað þér nokkra tilburði Danans. Þú gætir næstum horfið í hópinn, ef ekki væri fyrir augnaráðið sem er sífellt á iði sem gefur til kynna að þú býst enn við að sjá e-n sem þú þekkir á röltinu og að þér finnst það enn ekki vera orkusóun að skoða mannfólkið (á þó ekki við um “babe-watch”). Þú hefur líklega verið hér í þónokkurn tíma eða þá að þú hefur aðlögunarhæfni kamelljónsins. Kæmi ekki á óvart að þú mundir búa hér a.m.k. tvö ár í viðbót.

31-41
Varstu Íslendingur? Velkominn til þíns nýja heimilis og láttu fara vel um þig, því þú ert ekkert að fara næstu áratugina. Þú ert líklega í þessum töluðu orðum á Hróaskeldunni núna með jónu og bjór, dansandi úti í rigningunni. Hérna er svo mynd af þér hvernig þú verður í ellinni, hjólandi á Norðurbrú þar sem þú býrð nú í “andelsíbúðinni” þinni.Sjálfur fékk ég 24 stig sem gerir mig að þónokkuð miklum Dana, enda búinn að búa hér í 3 ár. Það var alltaf hugmyndin að flytjast heim að námi loknu, en sá varnagli var þó hafður að það skyldi endurskoðað, ef maður hefði fengið vinnu við sitt hæfi að námi loknu, og vitum við öll hvernig fór um sjóferð þá.

Ég bara vona að sem flestir taki þátt og hafi gaman ad. Thad væri einnig skemmtilegt ef their mundu skrifa stigin sín í kommentakerfið og jafnvel nokkur orð aukreitis eða hugmyndir um fleiri spurningar.

8 Comments:

At 5:37 e.h., Blogger Jonni said...

21 danskt stig sem hljóta að vera vonbrigði miðað við að ég á að vera hálf danskur!

 
At 6:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er með 22 stig, tel það nokkuð gott bara :)

En ég held að það náist ekki að fara til DK.. Jonni fer út um helgina og verður í 2 vikur þannig þetta er ansi tæpt... :(

Púser

 
At 7:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eg hef vinninginn enn sem komið er með 29 stig :)
Ragnheidur Osk

 
At 6:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

41 stig beibí!

 
At 6:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

eg fekk adeins 13 stig..:( Hvurslags..

 
At 6:17 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Svona er þetta Jonni, gengur bara betur næst ;)

María, þetta er mjög hátt, sérstaklega að þú hefur aldrei búið í Danmörku. Danska blóðið rennur greinilega sterkt í æðum þínum. Væri ekki lengi að breytast í Dana ef þú flyttur e-n tímann hingað út.

Hildur...41 stig!! Þetta er ótrúlegt...svo ótrúlegt að ég trúi þessu varla. Ég þekki 3 Hildar sem koma til greina og tel að engar þeirra hafi getað náð þessu skori. Er þetta ekki bara Hildz sis að svindla?

Tinna, 13 stig. Svona er lífið. Þú mundir lenda í smá árekstrum hér í Danaveldi. Beleive you me, ég hefði fengið sama skorið og þegar ég flutti hingað út.

En þetta eru aðeins 5 svör. Ég vil fá að sjá miklu fleiri. Ég veit að það eru fleiri þarna úti. Koma svo, ekki vera feimin, látið skor ykkar í ljós!

 
At 7:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

25 stig, þokkalega sáttur þó ég kunni alltaf illa við ef einhver fær fleiri stig en ég í leikjum.

 
At 12:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu, núna fékk ég 17 stig. Maður er greinilega aðeins að aðlagast hérna eftir 1 og hálft ár á Kongens København!

-Tinna

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed