miðvikudagur, maí 02, 2007

Tvífarar vikunnar

Það er komið að nýjum lið hérna á þessari síðu sem heitir tvífarar vikunnar, þar sem annar aðilinn mun koma úr röðum fótboltamanna og hinn...bara já, e-s staðar annars staðar frá. Eldri liðir eins og "hver á hvaða hægðir?" og "hvert er lagið?" (þar sem ég klappa stappa nipur fótunum í takt við e-ð ákveðið lag og þið eigið að geta (mjög skemmtilegur leikur (samt enn betri í eigin persónu))), eru búnir að renna sitt skeið.

Ég vill þó enn frekar þakka Fótbolti.net að vera svo duglegir að birta ekki nema brot af öllum þeim tvíförum sem ég hef sent, sem leiðir til þess að ég hef ákveðið að byrja með þennan lið á minni eigin spýtu.

Til að koma þessu af stað ætla ég að birta tvö pör af tvíförum.

Það fyrsta er:

Xabi Alonso (Liverpool leikmaður) og Doug Savant (leikari í Desperate Housewifes og Melrose Place (ekki það að ég horfi á það...;)Hvað segiði um þessa? Er átæða fyrir að fótbolti.net er ekki búinn að birta þessa?

Ok, en hvað með þessa tvo snáða hérna: Deco (leikmaður Barcelona og Portúgald) og Haley Joel Osmond (þ.e. þegar hann var enn lítill og dætur, nú er hann nær óþekkjanlegur villingur í Hollywood)Það er reyndar oft voða erfitt að finna góðar myndir af fótboltamönnum því í flestum liðsmyndum eru þeir grafalvarlegir, svo þessar brosmyndir úr Hollywood virðast stundum ekki eiga mikið sameiginlegt.

Efnisorð:

2 Comments:

At 2:44 f.h., Blogger Geir said...

Mundu: Dida og Skin!

 
At 8:45 f.h., Blogger Drekaflugan said...

einmitt, þeir koma í næstu viku.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed