sunnudagur, maí 06, 2007

Letihelgi

Þetta er búin að vera alger letihelgi hjá mér. Ekki hjá Gunna samt hann er búin að vera að vinna á fullu í myndinni sinni. Ég á hinn bóginn er bara búin að chilla. Það var frí hjá flestöllum hérna í Danmörku á föstudaginn því það var store Bededag eða stóri bænadagur. Það var þannig að fyrir einhverjum hundruðum árum síðan voru fullt af bænadögum en kóngurinn í DK var svo þreyttur á öllum þessum frídögum að hann gerði einn stóran bænadag og hann hefur haldist og það sem meira er þá halda sumir danir að þetta sé stóri brauðdagur því að í gamla daga þá voru bakaríin lokuð á þessum stóra bænadegi og því bökuðu þeir ekstra stór brauð á fimmtudeginum sem enn er hefð fyrir að kaupa. En annars er ég bara búin að njóta góða veðursins og búin að skella mér á línuskauta á amager strand þar sem nokkrir voru komnir í sjóböð ég held að ég bíði nú aðeins með þau.
ta ta

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed