föstudagur, apríl 06, 2007

páskahret

Það má lítið út af bregða í klæðnaði þegar farið er út úr húsi um þetta leyti í Danmörku. Það voru nefninlega örugglega 18 gráður um seinustu helgi, og ég var að deyja út hita á skyrtunni einni saman. Páskahretið lét síðan á sér kræla, þ.e.a.s. loftið kólnaði mikið, en sólin hélt áfram að skína. Sólin villir um fyrir manni, og fyrir vikið fer maður eilítið léttklæddari útúr húsi fyrir vikið. Það er líklega ástæðan fyrir því að ég hef eytt fyrri hluta páskanna innandyra með hálsbólgu og beinverki. Alltaf fell ég í þessa gildru...ætla greinilega seint að læra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed