Sól, sól, burt með þig...
Loksins kom smá rigning og kuldi. Nú get ég dundað mér við að klippa stuttmyndina mína inni í lokuðu herbergi, án þess að Íslendingurinn komi upp i manni og segji manni að fara út og njóta góða veðursins. Sú vinna gengur bara ágætlega, eftir nokkra byrjunarörðugleika, þar sem ég var orðinn ansi ryðgaður í þessari vinnslu. þrjár og hálf mínúta er komin af alveg prýðisklipptu efni. En það er þó margföld sú vinna eftir. Alveg get ég tapað mér í þessu, enda hin besta skemmtun og góð losun á skapandi kröftum, sem hafa alltof lengi fengið að liggja í dvala. Stefnan er svo sett á að skila myndinni inná Stuttmyndadagar Reykjavíkur, sem er sú stærsta held ég sinnar tegundar heima, fyrir áhugamenn jafnt sem og atvinnumenn. Skilafrestur er 12. maí, svo nú er um að gera að láta hendur standa fram úr ermum og vona að veðrið haldist vont :)
Það er þó aukin pressa á að skila myndinni í tíma, búin að gera vart við sig, þar sem gott atvinnutækifæri var að koma uppá yfirborðið. Ragnheiði hefur greinilega leiðst þetta hangs í mér og ákveðið að grípa í taumana, því hún kom með þær gleðifregnir í gær, að það vantar stuðningspædagóg á leikskólanum hennar frá 1. maí. Voru hún og leikskólastjórinn alveg á því að ég væri rétti maðurinn í verkið og var ég því alveg hjartanlega sammála. Sér í lagi þó þar sem ég fæ námið mitt metið sem pædagog, og fæ því samsvarandi laun. Ég er því aftur á leið í leikskólann, aftur, þar sem þetta mun vera annað starf mitt á leikskóla á seinustu mánuðum.
ekki reka sólina burt!!!
það er bara gott fyrir þig líka, þarftu ekki að vera læra eða e-ð?
jú, en ég ætlaði í hjólatúr í dag en hætti við því þú rakst sólina í burtu.
Yo bro! Til hammó með djobbið :)
Hva...geturðu ekki farið í hjólatúr nema það sé sól? Mér þykir Spánardvölin hafa gert heldur vel við þig ;)
takk sis
Já góðan daginn, bara stutt kveðja hérna frá honum Ólaf. Eruð þið að flytja heim í sumar? Kiss kiss
ja komdu sæll Ólafur. Mikið rétt, það er búið að vísa okkur úr landi, svo okkur vantar samastað næstu mánuði...er nokkuð laust hjá þér?