mánudagur, apríl 30, 2007

Hrekkjalómurinn á leið til Íslands

En hvað Iceland Express komu með tilboðið sitt til Íslands, á góðum tíma. Nú get ég skotist í heimsókn á Klakann og séð stuttmyndina mína á stóra tjaldinu. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur út þar. Reyndar veit ég ekki hvort ég geti nokkuð verið í salnum þegar hún er sýnd. Bara það að horfa á sjálfan mig leika á stóru tjaldi fyrir framan fullt af áhorfendum gæti reynst mér ofviða. En svo er nú ekkert víst að það verði mikið af áhorfendum á sýningunni. Ég man nefninlega þegar ég skilaði mynd inná þessa hátíð seinast þegar hún var haldin, fyrir fimm árum síðan, að þá voru aðeins tveir áhorfendur: ég og dómarinn. Reyndar fækkaði um einn í salnum, því dómarinn fékk nóg og ákvað að yfirgefa salinn! Vegna þessa er ég ekki enn búinn að taka Hugleik Dagsson í sátt...helv..á honum. Það er víst óþarfi að taka það fram, að myndin hlaut engin verðlaun í það skiptið :)

En bjartsýnin er ríkjandi í þetta skiptið. Mynd þessi er samt gerð af áhugamönnum, og nokkuð öruggt að það verða myndir eftir fagmenn á þessari hátíð. Ég ætla samt sem áður að vona það besta, myndin er það góð...að mínu mati :)

Annars er hún öll að koma til. Fyrsta klipp af henni er tilbúið og næst er það eftirvinnslan á hljóðinu og myndgæðunum. Ég er því miður ekki sérstaklega lunkinn við þá gerð, en veit sem betur fer um nokkra aðila hér á landi sem gætu veitt mér hjálparhönd. Eru e-r fleiri þarna úti sem gætu gert slíkt hið sama...? Allir aðstoðarmenn fá að sjálfsögðu nafnið sitt á "credit" listann í lok myndar ;)

3 Comments:

At 4:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha, var hin myndin Skákmyndin? Skal hata Hugleik með þér þá! snilldarverk :)

minni en eldri litla sis

 
At 4:10 e.h., Blogger Drekaflugan said...

sú var myndin, mjög misskilin ræma. En það er aftur á móti kúl að vera misskilinn listamaður...kannski að komandi kynslóðir meti hana betur?

 
At 1:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe! :) Hlakka til að sjá nýju myndina! og að fá þig heim...:)

Stærri en jafnframt yngri sis

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed