fimmtudagur, mars 01, 2007

Jagtvej ni og tres... unger´n blir



Dagurinn í dag er búin að vera soldið spes. Ég vakna kl 06:00 og kem mér af stað uppí vinnu. Kem þangað kl 7:00 og ekkert merkilegt með það, hlustaði á fall out boy í ipodinum í góðum fíling á leiðinni. Þegar fyrsta barnið kemur í leikskólann segir móðirin að það sé allt að gerast á Jagtvej 69 þar sem Ungdomshuset er. Damn hefði ég ekki verið að hlusta á músik á leidinni hefði ég séð þetta allt saman og heyrt í þyrlunum lenda á þakinu á ungdomshusinu. Það er nefninlega í dag sem löggan lét til skarar skríða og tók yfir húsið, þeir voru ekki búnir að láta neinn vita og nýttu sér surpriseelementið og náðu að rýma það á stuttum tíma. Það var svo hringt frá komunen og sagt að við mættum ekki yfirgefa leikskólann með börnin útaf þessu. Leikskólinn er svo nálægt sona 3-500metra. Við fórum þó útí garðinn eftir hádegismat og þá gat maður séð fréttaþyrlur sveima yfir svæðið. Ég var búin að vinna kl 14 og hjólaði þá heim og ég hjóla niður Nörrebrogade og þar var búið að loka flestöllum verslunum og margir búnir að setja tréplötur fyrir alla glugga. Löggan stóð svo á brúnni sem er yfir til Nörrebro (Dronning louisesbro) og stoppaði alla umferð inn til Nörrebro. Þetta er svo náttla í öllum fréttum Kl 17 eiga svo að vera einhver svaka mótmæli á Blagaardsplads og mótmælaganga uppá Jagtvej.
Kv Ragnheiður

1 Comments:

At 10:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég hugsaði um þig í vinnunni þegar ég frétti af þessu! Gott að heyra að þetta var ekkert vesen hjá ykkur

flott af hafa svona persónulega fréttaskýrendur í danskalandinu

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed