föstudagur, janúar 26, 2007

Viggó Viðutan hvað ?!?

Ég var ágætlega viðutan við mig í gær. Ætlaði að skella mér í ræktina og henti dóti úr fataskápnum í æfinartöskuna. Ég hefði betur átt að skoða hvað leyndist í þessari fata hrúgu, því þegar ég tók uppúr töskunum fann ég út að ég hafði tekið bol og íþróttajakka en ekki íþróttabuxur (sem voru n.b. úr sama efni og sama lit)! Ég fór í bolin og fór fram í afgreiðslu og spurði hvort þeir ættu ekki e-ð í tapað fundið sem þeir gætu lánað mér
Afgreiðslumaður: Af hverju?
Ég: Því mig vantar íþróttabuxurnar mínar
A: í hverju ertu þá núna?
É: Þessum gallabuxum hérna en...
A: Það má alls ekki vera í gallabuxum í ræktinni!
É: Rólegur, ég ætlaði að kanna hvort þið gætuð lánað mér e-ð úr tapað/fundið
A: “Bíddu aðeins”. Fer til kollega síns sem spyr mig svo aftur af hverjum mig vantar buxur.
É: Því ég gleymdi mínum heima og er bara í þessum hérna og...
A. Það má alls ekki fara í galla...
É: Ég greip frammi fyrir honum. “Nei, ég ætlaði það heldur ekki. Þess vegna vantar mig lánsbuxur”.
A: Nei, það gengur ekki, hvernig heldurðu að það mundi vera ef sá sem hefur týnt flíkinni, væri hérna og mundi sjá þig í þeim?
É: ÆTLI HANN YRðI EKKI BARA ÁNÆGÐUR AÐ FINNA ÞÆR AFTUR HELVÍTIÐ ÞITT!! - langaði mig að öskra uppí eyrað á honum og var strax farinn að sjá eftir því að spyrja Dana um greiða. Það er alltaf eins maður sé að biðja um frumburðinn þeirra í hvert sinn! Ég ákvað að heillavænlegra væri að segja: Áttu þá ekkert svona ársgamalt drasl?
A: Nei, við hendum alltaf reglulega og eigum eiginlega ekkert eftir.
É: Hann var kominn í svo bullandi þversögn við sjálfan sig en ég sá í hvert stefndi. Djö...hefði átt að segja hitt frekar. Hefði verið meira "feis". Í staðinn bölvaði ég honum í hljóði og fór heim og henti dótinu inní skáp aftur.

Í dag gerði ég aðra tilraun, en það var eins og við manninn mælt, hvað tók ég uppúr töskunni annað en íþróttabol og íþróttajakka enn eina ferðina! Ég þakkaði hins vegar mínum sæla yfir að hafa tekið stuttbuxur með til að hlaupa í á brettinu (íþróttabuxurnar eru sko til að geyma Ipodinn í, ekki góðar til að hlaupa í innivið).
Ég gat þó huggað mig við það að ég hafði gleymt handklæðinu...
Ég er ekki alveg í lagi suma daga...

2 Comments:

At 10:30 f.h., Blogger emil+siggalóa said...

Ahahahhahahaaa.......
Gunni þú ert snillingur!!!
Shit hvað ég sé þetta fyrir mér og shit hvað þetta er týpískt fyrir dansk í afgreiðsluhlutverki!!

Það er alltaf gaman að lesa bloggið ykkar, þið eruð frábær. Söknum ykkar mikið
SL og Emmi

 
At 9:29 e.h., Blogger Drekaflugan said...

já, takk fyrir það :) sömuleiðis segi ég bara.
Spurning um hvort maður ætti að búa til sérbloggsíðu um þetta efni.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed