Óskars”season” er hafið. Nú ber vel í veiði
Þá er búið að tilkynna hvaða myndir hlutu Óskarstilnefningu fyrir árið 2006. Ekki get ég sagt að ég hafi mikla skoðun á hvaða myndir eiga eftir að hreppa hnossið enda hef ég ekki séð nema brot af myndunum. Ólíkt fyrri bíoárum á Íslandi. Hérna fer ég bara svo miklu sjaldnar í bíó. Maður hefur líklegast e-ð betra við peningana að gera (reikningar). Það hefur nú samt sem áðu gripið um sig smá spenningur í kjölfar tilnefninganna því þá er einnig ljóst hvaða myndir eru skyndilega í boði á netinu í DVD gæðum. Óskarsakademían hefur fengið eintök af öllum myndnum sem komu til greina, og e-s staðar í því ferli hafa myndirnar ratað inná alnetið. Það ber því vel í veiði fyrir niðurhalsseggi eins og mig. Þetta gæti kannski verið ástæðan fyrir því að ég hef farið svo lítið í bíó undanfarið...?
Hey það er snilld! Við sjónvarpslausu niðurhalsseggirnir þurfum endilega að tékka á þessu.
Kveðja,
Regína og Björn
Já, nú ættirðu sko að hafa tímann fyrir slíkt :)