laugardagur, janúar 13, 2007

leiddur til slátrunnar

Þá er núna kominn tími á klippingu. Kosturinn við Danmörku er að hægt er að fá klippingu á 90 dkr annars vegar og svo þessa á 300 dkr. Munurinn liggur í þessir ódýru eru rét búnir með eitt eða tvö ár í námi en geta samt sem áður opnað stofu. Oftast eru það innflytjendur sem rekar þær stofur. Hinir eru búnir með 4 ár eða meira. Ég hef nær alltaf farið á þessu ódýru stofur, en stundum fengið lakari klippingu fyrir vikið. Ég hef fundið eina mjög góða á Svanmollen, síðan við bjuggum þar fyrir um ári og látið mig hafa það að ferðast í 30 mín til að fá góða klippingu. Ég hef þó ekki alltaf nennt því og hef þvi verið að prófa mig áfram hérna í nágreninu. Það hefur verið svona happadrætti í anda Forrest Gump “You never know what you´re gonna get”, hvernig maður kemur klipptur út frá stofunni. Til að mynda lét ég snoða mig eftir seinustu heimsókn á eina klippistofunna. Ég ætlaði þvi að heimsækja minn góða kunningja í Svanemollen en því miður er hann í fríi til 23.jan. Ég ákvað því að prufa einn hérna í húsinu við hliðiná. Mér leist ekki á blikuna frá þvi ég steig þar inn. Þegar ég spurði hvort ég gæti fengið klippingu hér, benti maðurinn benti bara á stólinn Ég fór úr og svo benti hann mér aftur á stólinn. Ég settist og grunaði að væri svona silent typa. Svo sest ég og hann setur svuntuna og það á mig og spyr svo: “Maskin?” (Rakvél). Ég reyndi að útskýra hvort hann gæti klippt mig með skærum á kollinum en gæti notað vélina á hliðarnar. “Saks?” fékk ég á móti. Smá tungumálaörðugleikar. Úff...það er verið að fara slátra mér hérna, hugsaði ég. “Já”, sagði ég og benti svo á “maskin” og stærsta blaðið. “Maskin?” fékk ég til baka. Þá gerði ég nokkuð sem ég hef aldrei gert. Ég stökk upp og gaf honum einn svellkaldan á hann beint í smettið! Nei, nei. En ég stóð upp og sagðist ætla fara á annað stað. Greyið maðurinn vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið og náði í konuna sína til að vera túlkur okkar á milli. Ég held ég bíði til þess 23.jan.

3 Comments:

At 8:04 e.h., Blogger Jonni said...

váááá ... beeeen there maður!

Ef það á að næla sér í ágæta, ódýra klippingu þá mæli ég með street-cut.dk. Kipping á 200 kjéll og svo eru slatti af Íslendingum að klippa þarna.

Danir kunna ekki að klippa hár fyrir fimmaura!

 
At 9:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe Góð saga:)

kv. Jóhanna

 
At 5:49 e.h., Blogger Drekaflugan said...

já, það er kannski að maður tjekki street-cuttinu næst

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed