Gunni eyðilagði sófann
Já það er rétt, það þurfti eð þessu líkt til að ég tæki upp bloggpennann. Því einhverveginn efast ég um að hann mundi skrifa þetta... eða hvað maðurinn skrifar nú um innslög svo hver veit:) Nú yða lesendur líklega í skinninu að vita hvernig kallinn gerði þetta, þannig er mál með vexti að Gunni fór að búa sér til Próteinsjeik með banana, mjólk og próteindufti og þegar þetta var allt saman tilbúið tekur hann sér einn til tvo sopa og leggur könnuna svo frá sér á sófaarminn nema hvað að sófaarmurinn var ekki eins stöðugur og kallinn hélt og ca 529ml af próteinsjeik flæddu yfir sófann. Já og ofaní allar smugur sem það fann. Við erum nú búin að reyna að þrífa hann og núna stendur Gunni með hárblásara í hönd og reynir að þurka hann og stofan ilmar af súkkulaði og banana. Vonandi bara að það breytist ekki í miglufýlu púha.
gunni vildi láta fylgja með að honum fyndist þetta bara miklu betra sona það væri miklu betri lykt í íbúðinni núna hann er svo hrifinn af bananasúkkulaðiilmi.
Kveðja Ragnheiður
vúpsí, my bad. Eða hvað? Ég hef haft smá bakþanka varðandi það. Ég legg frá mér sheikinn á hliðararminn og sný mér við. Tveim sek seinna heyri ég óp og sný mér við og sé ósköpin. Það sem mér finnst grunsamlegt er að 5 mín seinna er Ragnheiður byrjuð að skoða sófa á netinu. Er þetta ekki svolítið sérstök viðbrögð? Getur verið að þetta hafi ekki verið neitt slys?!?