mánudagur, janúar 08, 2007

björninn risinn úr dvala

Heyrðu, við vorum með blogg...alveg rétt. Já, krakkarnir á Prags Boulevard eru heldur betur búin að hafa það gott síðan þeir létu vita af sér seinast. Seinast þegar við fréttum af þeim voru þau í óða önn við að heimsækja ættingja sína sem þau höfðu ekki séð lengi lengi, og voru að fara opna dularfulla pakka sem birst höfðu undir jólatrénu þeirra einn góðan veður daginn. Jahá, það var sko spennandi!

Ég hef nú aldrei verið sá sem segir frá öllu sem gerist í lífi mínu/okkar og hef frekar reynt að týna til það sem svona þykir markverðast eða sem hefur vakið upp stundum misáhugaverðar pælingar. Þar sem jólin voru yfirfull af þessháttar atburðum og ég hef ekki haft það í mér að gera skil á þeim öllum með jöfnu millibili, ætla ég að leyfa mér að skoppa að mestu yfir það tímabil. Enda voru jólin kvödd núna um daginn og flestir teknir við að hefja nýtt og heilbrigt líferni. Það er því við hæfi að ég sláist í hópinn og útlisti því hér með hvað líkaminn er sáttur við mig núna. Allur þægilega dofinn eftir átökin í ræktinni og getur ekki beðið að fá sína hvíld svo hann geti náð saman aftur slitnum vöðvaþráðum og bætt um betur svo úr verði myndarlegur vöðvamassi.

Það var hafist strax handa eftir heimkomu frá klakanum og skellt sér í badmintontíma í klúbbi sem er hérna steinsnar frá íbúðinni: Amager badminton klub. Að vísu fór ég í tíma fyrir mjög reynda spilara (hafði ansi gott álit á sjálfum mér sem spilara, þ.e.a.s. fyrir tímann :) En þó þetta hafi verið meiriháttar skemmtilegt að spila við svona hörkuspilara, þá var þetta aðeins of hátt level fyrir mig, a.m.k. um þessar mundir (Og ég hélt að maður gæti ekki fengið harðsperrur eftir badminton...). Ég þarf því aðeins að öðlast aftur tilfiningu fyrir spaðanum. Ég fór því strax aftur í annan tíma á sunnudeginum sem var fyrir spilara á mínu reki og held ég láti þar við sitja, einn tími á viku á sunudögum héðan í frá næstu mánuði!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed