föstudagur, desember 22, 2006

Jólaljós

Já, þrátt fyrir að það sé búið að vera hreint ágætis veður í Danmörku, þá er það nú ekki ástæðan fyrir að maður sýnir smá lit hérna á Íslandi, og með því að sýna lit þá meina ég smá brúnku, og ekki kaffi hekldur meira svona kaffi með mjög mikilli mjólk. Við skelltum okkur nefninlega í einn stuttan ljósatíma fyrir heimför, aðeins 13 mínútur. Við erum samt ekki reyndari í ljósamálum en það, að þessi ljósatími reyndist meira en nóg og rúmlega það þar sem að ég gat ekki enn sofið á bakinu tveimur dögum seinna. Við nefninlega brunnum svona ágætlega og ég mun verr en Ragnheiður. Húðin er greinilega komin úr brúnkuæfingu. Nýjasti jólasveinninn er því kominn í bæinn sem leysir af Rúdolf með rauða nefið með prýði, því ég þurfti að stýra flugvélinni hingað til lands í gegnum blindhríð með rauðum glóandi bossanum mínum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed