þriðjudagur, október 17, 2006

ekta gervigull til sölu!!

Æi hvað ég náði að hafa smá gaman af einum götusvindlaranum í gær. Það kom upp að mér kona, á að giska frá A-Evrópu, og sýndi mér forlátan gullhring sem hafði verið í ættinni lengi. Nú þurfti hún hins vegar að láta ættarsdjásnið af hendi til að geta lifað. Ég svona ákvað að spila aðeins með en þurfti heldur betur að halda aftur af brosinu. Þetta var víst ekta 18 karata gull og hún virkaði svo sannarlega einlæg og gjafmild, aðeins 400 Dkr fyrir dýrgripinn. Ég horfði á þennan þunga hnullung djúp hugsi og sagði “400 kall, jááá...” eins og ég væri virkilega að hugleiða að kaupa draslið. Ég dró svo aðeins í land, en hún var ekki á þeim báti að láta mig sleppa og sagði 200 Dkr “just for you my friend, just for you”. Ég var þarna að rembast við að halda brosinu og hlátrinum niðri. Svona hélt þetta áfram í smá stund þar til hún sagði: “How much do you want to pay for it”? Ég sagði bara blákalt framan í hana 25 Dkr! Hún horfði á mig í smá stund og játti svo því. Ég leitaði í vösunum og ætlaði að láta hana fá 10 kall fyrir þessa ágætu skemmtun, en var svo því miður ekki með neitt á mér. En ég er samt með starfshugmynd fyrir þetta sölufólk. Af hverju ekki að reyna fyrir sér sem leikari, hún horfði beint í augun mín og laug mig fullan án þess svo mikið sem að blikna. Það gæti komið sér vel í ýmsum starfsgreinum...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed