sunnudagur, október 15, 2006

boltabloggunna.blogspot.com

Það er spurning hvort ég breytu þessi bloggi bara i www.boltabloggunna.blogspot , eða e-ð þvíumlíkt, því það eina sem eg hef að segja um þessar mundir virðist tengjast fotbolta oftast a einn eða annan hátt...
...En úff hvað eg er alveg buinn að þvi! Þessi fotboltaleikur verður þvi miður lengi í minnum hafður fyrir að vera sá leiðinlegasti sem ég hef nokkurn timann spilað. Flestir í liðinu voru sammála mér og þá er nú mikið sagt þvi um seinustu helgi töpuðu strákarnir 12-3, og geri aðrir verr...Þessi leikur var á móti efsta liðinu, sem var enn ósigrað og búið að fá á sig að ég held 10 mörk í 21 leik! Við byrjuðum reyndar vel og liðin skiptust á færum og með smá heppni hefðum við getað sett 2 mörk. Þeir voru reyndar 1-0 yfir í hálfleik, en í seinni hálfleik snerist dæmið við. Af gömulum vana misstum við einn mann út af með rautt og höfðum svo engan á varamannabekknum til að skipta við (ótrúlega margir sem forfölluðust). Skömmu seinna for svo annar ut af með gult spjald i tiu minutur, en þa var staðan þegar orðin 4-0, og þeir að sækja á svona oftast 6-7 mönnum á móti fáliðaðri vörninni. Heppilegt fyrir okkur að þá voru þeir ekki búnir að taka skotæfingar lengi sem varð til þess að við náðum að æfa okkur vel í útspörkunum :) Staðan var svo orðin 5-0 undir lokin en með mikilli seiglu náðum við að setja eitt mark á þá undir lokin sem við fögnuðum innilega.
Tímabilið byrjaði í apríl og er því búið að vera í heila 6 mánuði!! Þetta er búið að vera alveg frábært season og aldrei jafn mikið spilað og nú, og ég alveg heilmikið buinn að bæta mig. Ég er bara orðinn aðeins þreyttur almennt og sem betur fer segi eg bara, er seinasti leikurinn i deildinni um næstu helgi, á moti næst efsta liðinu :/

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed