fimmtudagur, september 14, 2006

letilíf

Ahhh...þessi kvöldkebab rann ansi ljúflega niður. Það er alveg merkilegt hvað maður verður latur í eldhúsinu svona konulaus. Ég er nú svona vanur að vera með smá sleggjudómu í huganum þegar ég heimsæki einhleypa vini mína og hneykslast aðeins á mataræðinu þeirra. Þetta er að vísu skiljanlegt svona innann vissra marka, enda varla færi ég að eyða klukkutíma í að elda mér máltíð sem ég mundi klára einsamall á fimm mínútum, en eftir aðeins fjóra daga einsamall er ég byrjaður á að teygja mig í snakkið (minnkar hungrið) að því ég nenni ekki að setja pizzuna inní bakarofninn!!

Já, ég held að Ragnheiður þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að það verði e-ð breytt í íbúðinni þegar hún kemur heim...reyndar held ég að allt verði bara nákvæmlega eins og þegar hún fór.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed