laugardagur, september 23, 2006

er du nærsyn eller fjernsyn?

Aaafar róleg stemmingin núna í Prags Boulevard, Miles undir geislanum, rauðvínsglas við hönd, kertaljós, uppvaskið komið í vaskinn og lætur bíða eftir sér...það hverfur fyrr eða síðar. Spurning hvort maður leggi í Der Untergang loksins eftir að hafa átt hana í tvö á og beðið eftir rétta tækifærinu? Njaa...er ekki alveg í fílinginum núna að horfa á Hitler útrýma gyðingum. Hvenær verður maður það?
Þetta er ansi svona þægilega síðdegis þynnka sem við erum að njóta núna eftir strit gærkvöldsins. Fórum á mjög leiðinlega tónleika í gær því miður. Stafrænn Hákon var upphitunarband, sem er svona mjööög léleg útgáfa af SigurRós án söngs (eða væls). Hún passaði kannski ágætlega við hina slöppu Singapore Sling, sem spilaði bara eitt lag allt kvöldið, amk hljómuðu þa öll eins. En það var massa fjör eins og alltaf þegar íslensk bönd spila í Danmörku. Maður sér sjaldan jafn marga Íslendinga samankomna og þá. Nokkur andlit sem ég kannaðist við þar en hafði ekki séð áður hér.
En núna eru sparnaðardagar og því hjemmehygge, þó ég mundi glaður vilja fara í bíó á MiamiVice, er þvílíkt í fílinginum fyrir hana núna. Það var því hálf mótsagnarkennt að við fórum að skoða flatskjái í dag. Þetta er nú hálfgert brjálaði. Datt manni í hug að versla sér sjónvarp fyrir 5.000Dkr (62.000ísk) fyrir tilkomu flatskjánna? Eða verður það notað sjónvarp fengið úr Bláa Blaðinu? Við erum enn að melta þetta....

8 Comments:

At 12:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef ekki horft á sjónvarp í 4 ár og sakna þess ekki neitt!

 
At 2:14 e.h., Blogger Drekaflugan said...

ok, það er magnað. En það er meira að horfa á sjónvarpið en að horfa á sjónvarpið. Ef maður leigir sér ræmu fyrir kvöldið verður tölvuksjárinn þreytandi til lendgar.

 
At 10:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég bjóst við að síðasta setningin hjá þér myndi skýra þá næstsíðustu þar sem ég skildi ekkert í henni. Svo kemur þessi súrealíska setning sem hrærir í hausnum á mér svo mikið að ég veit ekki lengur hver ég er. Það væri hressandi ef mastersritgerðin þín er svona!

 
At 2:45 e.h., Blogger Drekaflugan said...

hehe, er eg farinn ad tala i gatum?
Eg meinti ad tad er lika hægt ad horfa a DVD i sjonvarpinu (sem sagt ekki thætti eda e-d annad i sjonvarpinu). en ef ekkert sjonvarp er, tha er lika hægt ad notast vid tolvuna til thess...sem verdur threytandi eftir nokkur tima...
vona ad thetta skyri svar mitt :)

 
At 3:04 e.h., Blogger Drekaflugan said...

...eða horfirðu kannski ekki heldur á DVD?

 
At 9:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ!

Takk fyrir afmælisgjöfina, er rosa ánægð með hana, er í nýja bolnum og með nýja veskið á leiðinni i bíó;)

Takk fyrir mig, kv. Tinna kristín;)

 
At 11:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er með dvd-drif í tölvunni, en hef aldrei notað það.

 
At 9:28 f.h., Blogger Drekaflugan said...

Þú ert nú meiri munkurinn Árni :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed