Úr einu í annað
Fyrir þá sem hafa fylgst spenntir með á hvaða bókasöfnum ég er á hverju sinni, þá er ég með smá update (kannski kominn tími til!!) Ég er núna kominn aftur á reit nr. 2 eða 3, man það ekki alveg, og sit núna á Svarta Demantinum. Ég kannski sit ekki alltaf inní honum, því undanfarið hef ég náð að sameina útiveru og lærdóm, með því að sitja á kaffihúsinu sem er fyrir utan Demantinn. Dejligt.
Annars er uppáhald tónlistin mín um þessar mundir, lagið sem er í töluvleiknum Battlefield Earth 2. Ég er orðinn fastagestur á netkaffihúsinu í hverfinu og ekki mun líða lengi þar til þeir heilsa mér með nafni, líkt og Cliff fékk alltaf þegar hann gekk inn á Staupasteininn góða.
Í dag er svo ætlunin að gerast hámenningarleg og kíkja á tónlistarhátíð sem er á aðeins öðru plani en sú seinasta sem ég var á. Þessi hátíð er nefninlega tileinkuð jazzinum, og fer fram víða um borgina. E-s staðar heyrði ég að viðburðirnir væru um 900 talsins yfir 10 daga, eða 90 tónleikar á dag. Það ætti því ekki að vera erfitt að kíkja í bæinn og ramba niður á góða sveiflu.
Svo fer nú að styttast að við komumst í sólina (er hægt að vera í meiri sól mundu sumir segja), því við skötuhjúin eru á leið til Króatíu núna í lok júlí, og munum leyfa íbúum þar að njóta nærveru okkar um stund. Við munum vera þar í viku með foreldrum Ragnheiðar, og sleikja sólina og dýrka strendurnar þar mjög samviskusamlega Ummmm.... Ég hef samt ákveðið að skilja allar skýrlsur og bækur eftir heima, enda yrði fríið litað af samviskubiti ef námsbækurnar mundu stöðugt vera að minna á sig. Ég líka komist að því, líkt og eftir Hróann, að fá smá fjarlægð frá verkefninu skilar sér í annarri og bættri sýn á það þegar heim er komið.
Að lokum, ég hefði átt að vera aðeins sniðugri þegar ég hóf námið hérna í Danmörku. Það hefði verið alveg tilvalið að vinna öll thessi valfrjálsu verkefni sem ég hef skrifað sídastlidin tvø ár, med tad fyrir augum ad sameina thau sídan i lokaverkefninu. Hve fljótur hefði maður þá orðið með verkefnið...kannski ekki lært mikið nýtt reyndar.... Það hefði þó verið betra að ákveða fyrirfram hvernig best væri að raða þeim upp, enda held ég að verkefnin mín hingað til muni ekki raðast vel upp. Prófum og sjáum hvernig það mundi hljóma: Hugræn atferlismeðferð við áfallstreituröskun (PTSD), fyrir þá sem hafa lent í einelti á vinnustöðum...heyrðu þetta hljómar bara alls ekki svo illa! Hvar á ad skila?
Væri alveg til í ad lesa thá ritgerd ;)
Er alveg sammála madur hefdi átt ad hugsa adeins lengra fram í tímann.
Hafid thad gott í Króatíu.
Kvedja frá Århus
Smá öfund í gangi yfir Króatíu! Það virðist eins og manninum með hvíta síða skeggið þarna uppi líki virkilega illa við okkur og sé að reyna að skola okkur burt af þessu skeri!
Kv, Hildur
Hæhæ, bara að kasta á ykkur kveðju frá fróni krakkar mínir, kvittkvitt, sjáumst, hilsen SoffíaTinna :)
sælt verið fólkið. Gaman að heyra frá gömlum vinum.
Hildur, er hann ekki bara að reyna skola ykkur hingað til Danmerkur? Það er sól og blíða hér...
Já, það væri nú kannski ekki slæmt ef hann væri að reyna það! Sól, blíða, H&M og danskar pulsur!