fimmtudagur, júní 08, 2006

viva la fiesta!

Hérna sit ég núna, kuðlaður inní teppi andvaka klukkan hálf eitt (úúúhh...bara rosa nátthrafn). Ég er nefninlega þeim eiginleikum gæddur að geta “power nappað” í tíu mínútur eða svo og orðið sprækur sem lækur. Því fylgir þó stundum erfiðleikar við að festa svefn um kvöldið ef ég hef nappað einum “nappi” um eftirmiðdag. Ég var nefninlega nokkuð þreyttur þegar heim var komið af bókasafninu í dag enda er kallinn búinn að spíta rækilega í lófana (ojjj...). Já, nú er búið að herða reglurnar hvað varðar nefvafr, og nú er mæting klukkan átta-hálf níu uppá safn og ekki stimplað sig út fyrr en um fjögur hálf fimm í fyrsta falli. Svo er ágætt að hafa fótbolta klukkan sex því þá neyðist maður að fara beint í boltann eftir safnið og fengið útrás með því að sparka niður mann og annan!
Talandi um boltann maður...Ha! herlegheitin bara að skella á núna á föstudaginn, jæks, þetta verður gaman! Svo er aldrei að vita nema stemmingin verði könnuð í eigin persónu og keyrt niður til Hamborgar og einni KurryWurst skolað niður með einum köldum, á meðan horft er á alla þá glöðu fótboltaunnendur sem eru að fara á leikina. Ég veit, þetta er nú frekar slappt a kalla sig fótboltaunnenda og vera ekki búinn að tryggja sér miða á stærsta fótboltaviðburð veraldar, búandi nánast hliðiná vellinum. Svona er þetta, miðaverð og aðgengi að miðum er fáránlegt enda margir ekki allir sem eru tilbúnir að punga út 200 evrum fyrir miða! Það er þó aldrei að vita hvað gerist þegar kíkt verður niðureftir og svörtumarkaðsbraskararnir fara á stjá...
En það verður sem sagt bolti um helgina. Veislan byrjar á föstudag, og svo keppum við leik með FC Íslandi á laugardaginn væntanlega í blíðskaparveðri. Beint á eftir verður svo arkað í grillpartý með mökum og börnum þar sem líklegast verður stolist í sjónvarpið mitt á milli pulsna!

Damn...ég er bara enn meira vakandi enn áður...

1 Comments:

At 3:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
alltaf gaman að lesa færslurnar ykkar!

Ragnheiður viltu senda mér reiknisnúmerið þitt (banka, höfuðbók, reiknisnúmer)það vantar hb í það sem ég er með.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed