þriðjudagur, maí 30, 2006

We have liftoff...soon


Þá verður þessi keðjuverkun ekki stöðvuð. Sambandi við umheiminn verður komið á eftir u.þ.b. tvær vikur ef að tenging alnetsins og símans gengur að óskum. Þá verður kærkomið Skype-ið nýtt að nýju eftir langt hlé og fáa en háa símreikninga. Það hefur annars verið bara ágætt að vera án internets, við höfum haft e-ð við tímann að gera, Ragnheiður er búin að vefa stórt teppi og búa til stórt bútasaumsteppi, ég búinn að skrifa ævisögu mína uppað 19 ára aldri. En bráðlega verður þeirri vitleysu lokið og við komumst aftur á netvafrið og í bloggskoðun.
Ég ætla svo að birta seinustu vísbendinguna yfir nafnaleiknum sem hefur svo sannarlegið slegi í gegn hér á síðunni. Mig grunar að þessi segi mun meira en hinar, amk vona ég það.

Fyrir þá sem standa enn á gati þá leynist myndin í fullri stærð á þessum myndalink, ásamt fleiri myndum yfir bardúseríi seinustu vikna. Vona samt ég sjái eina eða tvær ágiskanir.
Er annars u.þ.b. hálfnaður með meistarastykkið. Ég stefni þó ekki á að vera jafnlangan tíma með seinni helminginn, en það fer að sjálfsögðu eftir því hve duglegur maður verður í sumar með sólinni og öðrum tilheyrandi freistingum. Poj Poj...

2 Comments:

At 9:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Myndin er af þjóðhetjunni Jóni Sigurðs.

 
At 11:40 f.h., Blogger Drekaflugan said...

þarna kom það! þú hefur unnið þér inn heimsókn í Jónshús hvenær sem þú vilt!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed