föstudagur, maí 05, 2006

Smárinn í United!

Já nú er sumarið alveg að bresta á, gott ef það er ekki þegar komið. Það þýðir að maður verður að beita sig enn meiri aga til að vinna í meistarastykkinu sínu (þetta er nú meistaranám). Þið getið bráðum kallað mig Maestro!
Annars er ekki mikið í fréttum, nema jú að Ragnheiður lenti í árekstri í gær! Já, sem betur fer slasaðist hún ekkert og hrósum við happi okkar fyrir því. Ég var að tala við hana í síma þegar hún var að hjóla úr skólanum í sólskinsskapi og ætlaði hún svo sannarlega að njóta góða veðursins og gera...Svo heyri ég bara eitt öskur og sambandið slitnar...! Mig grunar strax hvað hafði gerst og hringi og hringi en enginn svarar. Ég er farinn að óttast ansi mikið og vona bara ekki að e-r Dani svari símanum því það gæti verið ávísun á e-ð mjög slæmt. Sem betur fer svarar hún og segir að allt sé í lagi...þótt það greinilega sé ekki.
Þá hafði hún klesst á afturhliðina á vinnubíl sem var að koma keyra út úr innkeyrslu en sá hana ekki, n.b. hún hjólaði öfugu megin á hjólastéttinni. Hún fleygist af hjólinu og bíllinn stoppar í smástund. Maðurinn heldur að hann hafi keyrt utan í vegg eða e-ð og ætlar að fara aftur að stað og Ragnheiður liggjandi eftir á götunni! Hún nær að öskra á hann svo hann stoppar. En hetjan okkar stendur upp ómeidd dustar af sér rykið og flýgur á brott...the end...Nei ekki alveg, en hún var ómeidd fyrir utan nokkrar skrámur, en hjólaði samt á slysó til að ganga úr skugga um það. Já, svona gerast slysin.

7 Comments:

At 9:35 e.h., Blogger emil+siggalóa said...

almáttugur minn, gott að þú meiddist ekki Ragnheiður mín en maður á ekki að tala í símann og hjóla í einu!! skamm

SL

 
At 3:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

gott að þú lifðir þetta af ragga mín:) ég hélt svei mér þá að þú hefðir bara mysst fót eða eitthvað þegar mamma sagði mér frá þessu, byrjunin var svo alvaleg.. Og ég tek undir með síðustu ræðumönnum, skamm, ekki tala í síma og hjóla bæði í einu!! kv. Arna Vala.

 
At 8:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jii dúddamía!
Það er gaman að hjóla í DK en það er stórhættulegt!
gott að þetta var ekki stórslys
fjúfff

 
At 12:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh, my god. Þið verðið að passa ykkur í umferðinni þarna í Kobenhavn. Hafið það sem allra best.

Chao,
Jón Hákon.

 
At 9:18 f.h., Blogger Drekaflugan said...

já við látum þetta okkur að kenningu verða.
Annars eru marblettirnir næstum farnir, sem er mjög gott, því fólk horfir svolítið skringilega á mig, þegar við erum saman.

 
At 11:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha það er vel hægt að misskilja þessa marbletti;) En þetta er góð dæmisaga um að maður á ekki að tala í símann ef maður er á ferð! ;)

María lil sis

 
At 11:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

En það er gott að þetta fór ekki verr!
ML

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed