hvernig fær maður sér svona ADHD?
Jæja, þá eru fyrstu skil ritgerðarinnar í höfn. Var að senda um 16 síður af sæmilegu efni til leiðbeinanda míns sem var að ég held orðinn ansi óþreyjufullur. Efnið samanstóð af almennri lýsingu á ADHD hjá bæði börnum og fullorðnum líkt og sögunni bak við röskunina, einkenni, útbreiðslu, meðferð ofl.
Ég sé það nú að það er hægt að líta á “björtu” hliðarnar ef viðkomandi er með röskunina. Fólk með adhd er oft með ofbeldisröskun á yngri aldri, há tíðni af drykkju og eiturlyfjamisnotkun, skiptir oft um maka, líklegra til að reykja, stundar áhættusama hegðun líkt og ofsaakstur. Þetta gæti bara verið hinn mesti rokkari! Við þetta bætist reyndar há tíðni af þunglyndi og kvíða.
Svo eru það sumir sem vilja ganga svo langt að kalla þetta “gift”. Ég held reyndar að það sé full langt gengið þar sem höfundar bókarinnar virðast gefa sér að flestir þessara einstaklinga hafi verið með ADHD. Að auki vantar töluvert upp á til að slík greining er gerð, líkt og greinargóðar upplýsingar úr barnæsku. Það gæti hins vegar vel verið rétt, því þrátt fyrir að börn með adhd séu með einbeitingarörðugleika, þá virðast þau geta fundið sér hugðarefni sem erfitt getur reynst að slíta athygli þeirra frá og þá getur þessi mikla orka komið sér vel. E-r komment hér eða reynslusögur? Hvernig var þetta aftur með Magnús Scheving og hans Latabæ?
Það reynist greinilega erfitt að slíta sig frá ritgerðarefninu og held ég að ég sé komin bara vel á veg með efni í aðra ritgerð :) Ég held samt að mér verði ekki mikið meira úr verki í dag, og ætla bara fara og verðlauna mig í tilefni skilanna og að það sé föstudagur. Skoðun á sveppnum undir nöglinni á mér hljómar því vel í þessu tilviki.
Til hamingju með það! :) þetta fer allt að styttast núna ... HL