mánudagur, mars 20, 2006

sveittur dagur

Þvílíka syndaaflausnin (svitaaflausnin?) sem við gengum í gegnum í dag ég og Fúsi. Við ákváðum nefninlega að skella okkur í spinning tíma í ræktinni í dag og losa okkur við öll eiturefnin í líkamanum eftir átök helgarinnar. Þetta var í fyrsta skiptið hjá okkur en örugglega ekki það seinasta. Þvílíkt gott fyrir þolið og svo styrkjandi fyrir fótavöðvana sem mun koma sér vel fyrir fótboltann í sumar og svo maraþonið...þegar að því kemur.
En ekki nóg með að við svitnuðum amk um hálfan líter þar, þá fórum við í "spa event" strax eftir tímann með Ragnheiði og Gerði. Það var enn meiri sviti en núna inní gufubaðinu. Þar kemur svo starfsmaður og dælir vatni á steinana með e-r ilmblöndu í, og sveiflar svo handklæði um svo heitt loftið streymir um mann allan. Eftir það sprautar hann svo yfir mann köldu vatni, og svo áfram þannig til skiptis. Ahhh...alveg unaðslegt. Líkaminn var orðinn alveg eins og deig eftir þetta...held við eigum eftir að sofna vel í kvöld.

1 Comments:

At 9:12 f.h., Blogger emil+siggalóa said...

OOhhh, hljómar æðislega - þ.e.a.s. gufubaðið, ekki spinning hi hi ;-)
Það er gott að þið eruð að njóta lífsins kæru vinir. Annars ef þið verðið í Århus næstu helgi, er ykkur boðið í 1 árs afmæli Selmu Emilsdóttur þ. 27/3 kl.15

SL

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed