laugardagur, mars 25, 2006

Hjólastólakörfubolti

'Eg verð að segja að það er búið að vera mjög gaman í skólanum síðan ég byrjaði í sundinu og íþróttum. Við fáum kynningu á allskonar íþróttum sem ég held að ég hefði annars aldrei prófað eins og klifur og hjólastóla körfubolti. 'I gær kom nefninlega maður frá Kobenhavns idræts forbund og kynnti okkur fyrir íþróttum sem hægt er að stunda ef að maður er fatlaður. Byrjuðum á blindrabolta þar sem bundið fyrir augun á okkur og svo voru 3 í hvoru liði og svo bolti með bjöllu inní sem maður átti að koma í mark andstæðinganna. Mjög sniðugt og það er keppt í þessu á ólympíuleikunum. Svo fórum við í hjólastólakörfubolta sem var bara mega gaman ég held bara það skemmtilegasta íþrótt sem ég hef prófað mæli með að fólk prófi þetta ef það hefur færi á.
Í gærkvöldi fórum við í 30 ára afmæli hjá Baldvini úr Guðrúnu íslendingafótboltaliðinu hérna í Köben og þar var karíókí, gítarspil, grillaðar pulsur og mikið fjör. Hann bauð barasta öllu fótboltaliðinu og mökum og fjölskyldu og vinum svo það var ágætis fjöldi af fólki þarna.
Í kvöld erum við svo að fara í bíó að sjá V for Vandetta.
Kveðja Ragnheidur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed