Danskir dagar í S-Arabíu
Nú er tækifærið fyrir samviskulausa "entreprenuers" eða framtakssama einstaklinga! Verðið á dönskum fánum hefur líklega aldrei verið hærra í Mið-Austurlöndum þar sem eftirspurnin er gríðarleg, og því er um að gera að grípa gæsina. Annars hafa þeir verið duglegir að redda sér þarna í Mið-Austurlöndum, sérstaklega í grunnskólum þar sem verið er að spara og svona. Þá er brugðið á það ráð að hafa svona þema í skólunum "Danskir dagar". Krakkarnir teikna danska fánann í teikningu á mánudögum klukkan 10, og svo er hópferð niður á torg þar sem allir eiga að brenna sinn fána, og syngja með. Svona svipað og við förum niður á tjörnina að gefa bra-bra brauð, en samt...aðeins öðruvísi.