sunnudagur, nóvember 06, 2005

pumping plastic!

Nú er kominn smá hugur í menn, stefnan er tekin á að byrja aftur í ræktinni eftir fínt eins árs hlé. Maður hreyfir sig varla allann daginn eftir að maður byrjaði praktikinni og fótbolta vertíðin kláraðist. Ég sit í bíl í þrjá tíma á dag og á skrifstofunni næstum átta tíma og svo þegar maður kemur heim er maður svo latur að maður hefur það ekki í sér að gera neitt að viti.
Ragnheiður er hins vegar búin að vera þvílíkt dugleg að kíkja í tíma í ræktinni líkt og Yoga, bodycombat eða bodyshape. Nú er ég búinn að finna mér tíma sem hentar ansi vel fyrir mig núna. Hann kallast bodypump og er svona blanda af lyftingum og hreyfingu. Tíminn er í sal og á maður að taka létt handlóð (ræður þyngdinni sjálfur) og tekur mjög margar endurtekningar (í staðinn fyrir að sprengja sig í bekkpressu með fáum endurtekningum). Með þessu móti nær maður að þjálfa alla vöðva líkamans á aðeins einum klukkutíma og ræður alveg álaginu sjálfur. Ég fór á föstudaginn í fyrsta tímann og finn hvernig harðsperrurnar aukast smám saman og því miðu er ég núna á "get varla klætt mig í jakka" tímabilinu.

3 Comments:

At 11:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gunni massi! Það er gott að þú ert farin að hreyfa þig því eins og segir í máltakinu góða þá er hreyfing upphaf hamingju! og hafið nú það:) hehe.. en alltaf gaman að lesa síðuna ykkar þó ég skrifi nú ekki skoðanir í hver sinn þá ætla ég að vera duglegri við það núna!! En ég bið ykkur vel að lifa gömlu skötuhjú:)
Kveðja, lil sis Mary

 
At 6:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ooo koomaa svooo KASMÆJERINN

 
At 11:54 f.h., Blogger Drekaflugan said...

hehe, engin pressa Maria min en alltaf gaman samt ad fa comment :) eg er svo i sma vafa hver sa nafnleyndi er...valid stendur a milli Ola eda Hildar...eda er tad kannski e-r annar aha.......?

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed