þriðjudagur, október 25, 2005

Helgin

Það er nú meira hvað ég er orðin léleg að blogga. Helgin var hin fínasta við fórum í mat til Sindra og Rögnu á föstudaginn þar sem Bjössi og Regína voru líka. Eftir matinn kom svo Halla frá Köben með Mexíkóahatt, greynilega verið fjör þar. Við spiluðum svo popppunkt þar sem Gunni og Bjössi tónlistarspekingar unnu. (Ég get sko ekkert í þessu spili) Skemmtilegt kvöld. Á laugardeginum buðum við Emil, Siggu Lóu og Selmu í pönnsur og kaffi. Það var svo gaman að við ákváðum að fara í heimsókn til þeirra um kveldið og spila póker. Við spiluðum svo líka pakk sem ég hef ekki spilað síðan ég var í Digranesskóla. Svo fór ég að horfa á Gunni spila fótbolta á sunnudeginum nema hvað að ég byrjaði á að fara á vitlausan fótboltavöll (mín ekkert allt of bright þessa dagana) en ég fann nú rétta völlinn að lokum. En mikið svakalega er orðið kalt úti ég hélt að tærnar væru dottnar af eftir leikinn mér var svo kalt.
Læt þetta vera lokaorðin í bili. Ragnheidur Osk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed