miðvikudagur, mars 30, 2005

Ich bin einen Berliner!!

Jæja já, þá er fólkið komið tilbaka í kotið eftir velheppnaða ferð...fyrir utan smá rán reyndar...Já nú þekkjum við Berlín betur en...kannski ekki betur en handabakið á okkur, en allaveganna betur en á honum Sigga í Eimskip, fínn gaur. Við erum búin að þramma borgina sundur og saman, þræða neðanjarðarlestina, tjekka aðeins á djammstöðunum og gera þjóðarrétti þeirra heldur betur góð skil, currywurstin þeirra er Bæjarins bestu okkar. Steikt kryddpylsa, með karrý tómatsósu og auka karrý dreift yfir og svo franskar..uuummm... Keyptum einmitt karrýtómatsósu til að geta upplifað smá nostalgíu við tækifæri. Ferðin byrjaði hins vegar með heldur betur óvæntum glaðningi. Við vorum ekki fyrr komin út á lestarstöðina hjá flugvellinum en ég er að horfa í augun á manni sem kemur mér ansi kunnuglega fyrir sjónir. Og svo brestur það á: ÍVAR!! Hvað ertu að gera hérna maður!! Svo verður mér litið til hliðar...ÞRÁNDUR!! ÞÚ LÍKA! Gamlir og góðir vinir fyrstu mennirnir sem ég sé! Þeir voru að ná í systur Ívars sem var með okkur í flugvélinni. Þeir eru búnir að vera búsettir hér síðan í sept.´04. En er heimurinn lítill eða hvað? Ekki hittum við neina aðra Íslendinga á ferð okkar á öllum þessum tíma. En reyndar hittum við systur hans Ívars og vinkonu hennar 5 SINNUM á röltinu, það er ansi mikið. Ég veit reyndar ekki hve mikil tilviljun það er að hitta íslendinga í aðalbúð H & M þar sem hún er fyrsti viðkomustaður ansi margra Íslendinga.
En Berlín er mögnuð borg! Borgin er byggð upp af mörgum minni borgum sem sameinuðust síðan seinna í eina stóra og mikla, 3,2 milljónir er slatti...og það er með íhaldssamri talningu mundi ég segja. (Svipað og að segja að Árósar sé 300.000 en er í raun mun meira með öllum úthverfum o.þ.h.). Þessvegna er ekki einn miðbær heldur dreifðir töluvert um borgina, svo ég tali nú ekki um fyrrverandi skiptinguna milli austurs og vestur Þýskalands. Það var því mikið labbað og metroast eins og hefur komið fram nokkrum sinnum áður hér :)
En kannski við látum bara myndirnar tala sínu máli...

4 Comments:

At 4:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð svo heppin að geta skotist bara svona til útlanda ... fyrir utan að búa bara þar! :) En bara svona í tilefni af fyrirsögninni á blogginu, Ich bin ein Berliner, þá sló Kennidy í gegn þegar hann sagði þetta því þetta þýðir ekki Ég er Berlínarbúi, heldur ... get this ... Ég er kleinuhringur! Múhahaha, kallinn hefði átt að segja ich bin Berliner! :D Eins gott hann var ekki að túra um Þýskaland og stoppað í Hamburg ... Ich bin ein Hamburger eða Frankfurter ;)
Kv, Hildur small sis

 
At 6:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu þetta hefur bara verið snilldar ferð. En maður er aldrei óhultur fyrir þessum íslendingum.
Kv. Björn Hildir

 
At 6:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og velkomin heim skötuhjú! Ég er reyndar ekki með góðan fróðleiksmola eins og hún Hildur;)
En gaman að lesa bloggið og haldið áfram...
María lil' sis

 
At 3:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ja gaman ad heyra tad fra ykkur, eg helt alltaf ad fagnadarlætin thegar JFK sagdi thessa frægu setningu væru vegna thess hve stoltir their væru, en svo voru their bara ad hlæja ad honum :)

gun

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed