Að endurvinna eða ekki að endurvinna
Já ég skrifaði held ég pistil hér í haust um frábært framlag þeirra dana í endurvinnslu, þar sem öll heimili voru með endurvinnslu á matarafgöngum og maður fengi ruslapoka í sérstökum litum. Grænan fyrir lífrænt og svartan fyrir allt annað. Þeir nota svo lífræna úrganginn til að framleiða rafmagn. Sniðugt og umhverfisvænt. But not for long. . . Þeir eru hættir að endurvinna gáfust upp á þessu.
Annars er búið að vera rólegt hérna hjá okkur undanfarið. Chill, lestur, sjónvarpsgláp og svo að sjálfsögðu erum við að lesa okkur til um Berlín. Hostelið okkar er á svaka fínum stað stutt frá miðbænum gæti ekki verið betra og okkur er farið að hlakka mikið til.
auf wiedersehen Ragnheidur Osk