fimmtudagur, janúar 27, 2005

Kurteisir ölumenn njaaaa

Ég var að hjóla út í Ikea í dag ( ekki svo sjaldgæfur hlutur) og þá bibar einhver við hliðinaá mér og ég lít í áttina til hans og hann er brjálaður og sýnir mér fingurinn. Ég skal segja ykkur ég verð að segja að danir eru sérstakir í þessum málum, ég veit reyndar ekki einu sinni hvað ég gerði í þetta skiptið en ég hef einu sinni næstum verið drepinn af manni á mótorhjóli ( viljandi) því að ég var ekki réttu megin við götuna. Hvað eru annars mótorhjól að gera uppá hjólastíg? Og einu sinni var gömul kona sem ætlaði að slá mig niður með stafnum sínum því að ég var uppá gangstétt crazylady. Það er bara eins gott að fylgja umferðareglunum hérna í Danmörku. Það er bara svo margt sem maður er ekki vanur. En annars mjög ánægjuleg Ikea ferð, eins og alltaf. Er búin að vera crazy í saumaskapnum, pils, kápa, húfa, 3x púðar. Já krakkar mínir, það er aldrei dauður tími hjá mér. Nú er þetta nóg í bili. ble ble Ragnheidur

5 Comments:

At 12:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð nú bara að segja að þessir hjólreiðamenn þarna eru líka nokkuð cracy svo að í heildina litið þá eru danir kanski bara frekar klikk :o)
en ástæðan er svo kanski eins og þú skrifaðir
"öl(u)menn" sem sagt drukknir ökumenn sem er pottþétt meirihluti dana ;o)
kv. Dæsí

 
At 5:15 e.h., Blogger Drekaflugan said...

ölumenn . . . .ÖLUMENN
hvað er að mér ég kann ekki að skrifa
ökumenn á það víst að vera

 
At 7:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá ég vildi óska að það væri alvöru IKEA hér eins og hjá ykkur :o) nú vantar mig einmitt rautt gardínuefni! Erum með bíl og vorum að spá í að skjótast til Aarhúsa í dag.... en .. hættum við, sniff! :( hehe.. er farin að sakna að hafa ekki almennilega IKEA, hún er svipað stór og íbúðin mín, IKEAn hér! síja
Guðrún í Odense

 
At 5:50 e.h., Blogger Kristín H said...

Jæja Ragga mín á ekki að fara blogga aftur:) 4 dagar liðnir...............hummmmmmmmm
Jæja allavegana vona að þú hafir það fínt allavegana vantar þig hérna heima með öllum skvísun sérstaklega núna þegar líða fer að saumó en þú kemst vonandi í einhverja í sumar:)

Kveðja
Kristín H

 
At 7:25 e.h., Blogger Drekaflugan said...

stína mín
ég hef ekki svo mikið merkilegt að segja að ég geti verið að blogga a hverjum degi. Ég held að ég bloggi ekkert sjaldnar en þu dullan min

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed