þriðjudagur, janúar 25, 2005

Hitt og þetta

Þá er maður kominn heim úr góðri Kaupmannahafnarferð. Það er gott að vera í Köben, versla smávegis á útsölunum. Það er svona líka ágætis úrval í búðunum í Köben. Það þarf heldur ekki að kosta svo mikið. 'Eg keypti mér fínustu gallabuxur á 150 dk og design pils á 300 dk. Þetta myndi maður sko ekki sjá á Íslandinu. Á laugardagskvöldinu fórum við ( ég, Gerður og Kjarri) í afmælisteiti hjá Helga Páli frænda hennar Gerðar. Það var ágætis skemmtun. Eina sem bjátaði þar á var að þetta var í Lyngby sem er ansi langt í burtu og kostaði leigarinn heim nokkra skildingana. Á sunnudeginum var svo afslappelse i hojeste grad c",) Svo er ég búin að vera að vinna í Solbo síðustu 2 daga, ég verð að játa að ég á mjög erfitt með að vakna sona snemma, það á ekki við mig. Mér líst samt mjög vel á vinnuna sjálfa . . . var ég kanski búin að segja það hmmm (",) Nú er ég bara að slaka á yfir imbanum. yfir og út Ragnheidur Ósk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed