sunnudagur, desember 19, 2004

tekið á ´ðí í köben

Ja hérna það mætti bara halda að maður hefðu aldrei komið hingað áður...Við erum búin að þramma alla borgina endilanga. Ákváðum í dag að sleppa Metroinu svo við sæum nú meira af borginni en hana neðanjarðar. Annars erum við búin að hafa það barasta þrælfínt. Fórum út að borða í gær með Jóhönnu og Steina á fínum ítölskum (Þeir voru búnir með spaghettíið...ótrúlegt!) , og þræddum staðina. Fyrr um daginn heilsuðum við uppá Skúla, Lilju og Ölmu Rún og bárum saman bækur okkar um Danina og lífið í Danmörku. Ég fékk að kíkja á heitasta tölvuleikinn í dag, namely Doom3, og fékk líkaminn aðeins að reyna viðbrögðin því mér klossbrá hann var svo "spooky". Ég ætla að reyna halda aftur af mér yfir Jólin áður en ég fer að drepa djöfla í helvíti. Svo er seinasta kvöldmáltíðin í bili núna í kvöld og svo er ætlunin að kíkja á Super-size me, sem er sýnd hérna á kollegiinu...ókeypis. Svo sjáumst við bara bráðum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed