sunnudagur, nóvember 21, 2004

Sundferð i Spanien

Við Gunni vöknuðum alveg svakalega snemma i morgun eða kl 9. og ákváðum því að skella okkur í sund, langt síðan maður hefur gert það. Við vorum búin að heyra að það væri sundlaug i miðbænum sem væri með heitum potti( þeir eru sumsé ekki á hverju strái hér í DK) Við skelltum okkur því þangað. Þegar þangað var komið og út í laug langaði okkur í heita pottinn en þar var skilti sem á stóð: Það má aðeins vera í pottinum þegar bubblurnar eru í gangi og þær eru í gangi í 10 mín og svo eiga allir að fara upp úr á meðan potturinn er Hreinsaður í 10 mínútur haaaaaa hvaaa. Og já ekki má gleyma að það mega bara 5 manns vera í einu í pottinum. 'Eg ákvað að fara samt í röðina þó að mér þætti það nú frekar skrítið. Þegar ég var buin að skjálfa í nokkrar mínutur fóru bubblurnar í gang og ég skellti mér ofaní. . . potturinn var moðvolgur. Ég býð með nýstu sundferð þar til ég fer til Íslands. hi hi Ragnheidur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed