mánudagur, nóvember 08, 2004

nu skal jeg sgu lære at lære dansk!

Þá er maður kominn aftur í skóla að læra dönsku. Ég hefði nú aldrei trúað því hefði e-r sagt mér það fyrir nokkrum árum. Það er nú samt ekki eins slæmt og maður hefði haldið. Þetta tengist allt áhuganum, núna er hann fyrir hendi, sem er öfugt við það í dentid (samt er hef ég nú alltaf verið duglegur að sletta á dönsku). Eitthvað virðist ég nú hafa náð því að læra á þessum árum því ég var settur í næst hæsta bekk, og gæti farið upp í þann efsta finnist mér þetta of létt. Held ég bíði nú aðeins með, lesi nokkrar bækur fyrst. Annars kemur það mér sífellt á óvart hve móðurmálið og danskan eiga mikið sameiginlegt, amk í orðaforða. Og það sem vantar upp á hjá íslenskunni getur maður stuðst við dönskuna. Það getur þó að sjálfsögðu verið hættulegt, líkt og ef að maður segist ætla að taka bussinn (Bösinn/strætó), því það vísar til samkynhneigðra einstaklinga. Svo eru nú til nokkrir góðir brandarar, líkt og með þann sjóndapra sem sagðist ekki vera nærsyn, heldur fjernsyn..hahaha, hann var ágætur. Annars hef ég stundað þann að bregða á leik við matarborðið (oftast að viðstöddum fleiri Íslendingum), og segja að lokinni máltíð "úff. jeg er sá söd, at jeg er ved at springe" ) ég er svo sætur að ég er við að hoppa Hann slær nú alltaf í gegn.

hej, hej vi ses (vissuð þið að eitt "hej" þýðir hæ, en tvö "hej" þýða bless?) nú, þá vitiði það. Þessi fræðslumoli var í boði Gunna

3 Comments:

At 4:59 e.h., Blogger Oli said...

Bøssen er homminn
og
Bússen er strætó

Bara til ad hafa thetta á hreinu!
Kv.

 
At 5:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ó, ég hélt að það hefði verið Maríu lína!
Hún er so vitlaus ;)
Kv, HL

 
At 1:09 f.h., Blogger Drekaflugan said...

rétt hjá þér Óli, þetta gæti bjargað þér frá því að lenda í vandræðalegum aðstæðum e-n tímann.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed