föstudagur, júlí 20, 2007

SUMARFRÍ Í KÖBEN

Við Gunni erum búin að vera í sumarfríi þessa vikuna. Vei vei og eftir langa rigningartörn já tja líklega seinustu 4 vikur þá kom loksins gott veður og það akkúrat í frívikunni. Snilld og ekkert annað. Við Gunni erum búin að fara á Islandsbrygge og sóla okkur soldið frekar næs
Svo erum við búin að kíkja á útsölurnar sem geta verið ansi magnaðar hér í Danmörku. 'Eg keypti mér 3 kjóla og eitt pils nota bene frekar flottar flíkur á 550 kall danskar og Gunni keypti sér þvílíkt töff jakka á 100 kall sem átti að kosta 1300. Svo erum við búin að kaupa allskonar sniðugt í nýju fínu íbúðina eins og barstóla
Í gær fórum við svo í algjöra menningarferð um Köben ég gaf Gunna sona cph card í sumargjöf hérna í byrjun sumars sem gefur manni ókeipis aðgang á fullt fullt af söfnum á Sjálandi. Við byrjuðum á að fara á Ny Carsberg Glyptotek sem er risa stórt safn með allskonar listaverkum styttum, málverkum allstaðar að úr heiminum. Picasso, van gogh og félagar voru allir með verk þarna. Svo sáum við þessar múmíur frá 300 fkr Því næst fórum við á Dansk design center sem er alltaf með flottar sýningar um danska hönnun núna var það um danska fatahönnun. Svo fórum við á Kunstindusrimuseet sem er allskonar húsgagnahönnun frá bæði kína og evrópu og svo Danmörku að sjálfsögðu alveg ed fyrir mig þar sem maður gat séð fullt af þessum klassísku dönsku húsgögnum eins og þennan hérna
Svo fórum við á arbejdermusseet þar sem við gátum séð hvernig verkalíðurinn í dk lifði í gamla daga. Þvínæst fórum við á Zoologisk museum þar sem við sáum allskonar uppstoppuð dýr allt frá köngulóm uppí ljón. Svaka flott safn. Svo slúttuðum við túrnum á H.C Andersen safninu sem var svona lala en allt í allt mjög fínn dagur.
Svo erum við búin að stússast allskonar því það er nú svo svo margt sem þarf að gera áður en maður flytur svona úr landi. Allskonar leiðinleg pappírsvinna og reddingar hér og þar. Helgin fer svo í að pakka restinni af dótinu okkar því svo förum við með það í gáminn á þriðjudaginn svo það verði komið til Íslands á sama tíma og við svo við getum flutt inn sem fyrst. Later Ragga

2 Comments:

At 3:48 e.h., Blogger Regína said...

Köben er æði í sumarsólinni! Vonandi fáið þið sól og sælu síðustu vikuna ykkar í DK.

Fóruð þið á öll þessi söfn á einum degi?! Það er ekkert smá dugnaður.

 
At 5:49 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Já takk fyrir það ég vona það líka, en bíst ekki við því. og já við fórum á öll þessi söfn
á einum degi, powerkulturdagur kv ragga

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed