mánudagur, júlí 30, 2007

Málaralíf

1. regla hnakkans:

Vertu alltaf med sólgleraugu, sama hvad thú ert ad gera. Thad skemmir heldur ekki fyrir ad vera ber ad ofan.



Ég lenti án efa í vandræðalegasta atviki ævi minnar núna fyrr í dag. Ég var sem sagt nýkominn frá málarabúðinni, hérna dágóðan spotta frá, og var búinn að versla mér allt sem til þurfti til að mála íbúðina vel og vandlega. Málningu, pensla, tape, plast og fleira og fleira. Ég var náttúrulega á hjóli eins og venjulega og sá að til að koma öllum þessum 20 lítrum af málningu heim, mundi ég þurfa að hafa þrjár hendur. Ég náði samt að setja einn 10 lítra dunk á stýrið ásamt öllum pokunum og setti hinn 10 lítra dunkinn á bögglaberann. Þetta gekk voða vel, þetta var 15 mínútna rölt og allt sat fast á sínum stað. Eða þar til ég var næstum kominn heim og átti bara eftir að fara yfir ein ljós. Og það má með sanni segja að ég hafi sett mark mitt á þessi gatnamót, því þegar ég var í þann mund að fara yfir, fer ég yfir litla mishæð, sem veldur því að, já...þið getið rétt ímyndað ykkur. Málningardunkurinn veltur af bögglaberanum og beint á jörðina með miklum dynki, lokið brotnar af og út leka 10 lítrar af hvítri málningu beint á götuna!!!

...anda eða hlæja...

...og halda áfram...

Hmmm....kannski ég hefði átt að setja hina dolluna á hitt stýrishandfangið? Samt fáránlegt að dollan skuli ekki þola meira högg en þetta :)

Oft veltur lítil þúfa þungu hlassi segja sumir, þeir hafa rétt fyrir sér. Ég náttúrulega tók strax pensilinn upp úr og fór að þykjast vera mála göngubrautina, en allt kom fyrir ekki, fólk stóð ásíðis og skellihló. Svo skemmtilega fyrir bareigandann á horninu þá gerðist þetta beint fyrir framan barinn hans og ég var orðinn að þvílíku bíó fyrir fólkið þar inni. Hann hefur ørugglega selt mun fleiri øllara fyrir vikid.

Auðvitað var þetta óborganlega fyndið, mér var bara ekki alveg hlátur í huga þegar þarna var komið við sögu. Ég fór inn á barinn og mætti brosmildum andlitum og mjög hjálpsömum þjóni. Hann útvegadi mér fægiskóflu, stóra fötu og rúllu af pappír. Ég hófst handa og ótrúlegt en satt að þá fór næstum öll málningin aftur ofan í tunnuna. Það er búið að rigna svo mikið (thank god :/) að gatan var alveg tandurhrein. Það verða kannski nokkur korn í málningunni, en ég segi þetta sé bara svona gróf áferð á veggjnum, ef e-r spyr. Restina þurrkaði ég svo upp með pappírnum og setti síðan pappa yfir allt.

Það hefur heyrst talað um að mála bæinnn rauðan, en ég málaði Köben bara hvíta. Þetta var við ljós svo það stoppuðu ófáir bílar/hjóllreiðamenn og sendu mér samúðarbros eða vel valdar háðsglósur og undir lokin var ég farinn að skellihlæja að þessu öllu saman. Ég veit allavegann að ég hef létt undir deginum hjá ansi mörgum, og það ókeypis :)


En svona til ad fyrirbyggja allan misskilning, thá var nú ástæda fyrir sólgleraugunum



E.s. Úr hvada bíómynd er eftirfarandi atridi (nema í stad kústs, thá var notud øxi)?


(ath. atridid er svidsett)

Thetta var líklega seinasta bloggid hér í Danmørku, svo vid segjum bara bless í bili og sjáumst á klakanum.

Gun og Rag

7 Comments:

At 11:55 f.h., Blogger Jonni said...

haha ... ég lenti einmitt í svipuðu atviki þegar ég og Erla fluttum til Kaupmannahafnar NEMA ÉG NÁÐI AÐ HALDA Á MÁLNINGUNNI ALLA LEIÐ HEIM! :)

Fyndið að fólk skulu mála íbúðina rétt ÁÐUR en það flytur út. Þetta mundi maður aldrei sjá á Íslandi.

Allavega, það var gaman vera með ykkur í Danmörku. Vonandi hittumst við á næsta ári í Reykjavík þegar ég og Erla flytjum heim :)

 
At 12:01 e.h., Blogger Ingvi Rafn said...

Þetta hefur verið óborganlega fyndið. Góður endir á dvöl ykkar úti.

Segi bara takk fyrir samveruna og við sjáumst næst á íslandinu.

Er atriðið úr American Phsycho..

Kv. Ingvi

 
At 8:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æ Gunni ekki fara!

En ef ert alveg harðákveðinn, þá góða ferð heim og gangi þér vel í nýju vinnunni.

 
At 8:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

HAHAHAHAHAHA! snilld!

fatta ekki hvada kvikmynd tetta er?

kv.tinna

 
At 12:48 f.h., Blogger Drekaflugan said...

Takk sömuleiðis fyrir samveruna guys, vis ses.

En Ingvi hafði rétt fyrir sér, þetta var úr myndinni American Psycho, þegar Bateman hakkaði Jared Leto í spað.

 
At 2:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló...láttu heyra í þér þegar þú kemur til landsins. Kv. Óli 847-1289.

 
At 8:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig var fyrsti daguinn i gomlu/nyju vinnunni ragnheidur?:)

kv.tinna

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed